Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 83

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 83
75 1984 15. Kirkjuþing 30. mál Tillaga til þingsályktunar um könnun á skráningu manna í trúfélög. Flm. sr. Birgir Snæbjörnsson Gunnlaugur P. Kristinsson Kirkjuþing felur Kirkjuráði að hlutast til um að könnuð verði skráning manna í trúfélög, þar sem komið hefur í ljós að þjóð- kirkjufólk hefur verið skráð í önnur trúfélög. Greinargerð Nokkuð bar á því í síðustu prestskosningu í Akureyrar- og Glerárprestaköllum að fólk sem bæði var skírt og fermt í þjóðkirkjunni, hafði starfað þar og notið allrar kirkjulegrar þjónustu, var þar ekki á skrá og hafði því ekki kosningarétt. Olli þetta furðu og miklum sárindum. Skýringar voru oft þær að faðir eða móðir, afi eða amma voru í öðrum trúfélögum. Þrátt fyrir tilkynningar frá þjóðkirkjuprestum um skírn og fermingu viðkomandi hafði engu verið breytt í þjóðskrá. Vísað til allsherjarnefndar, er leggur til eftirfarandi samþykkt tillögunnar. (Frsm. sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson) Kirkjuþing 1984 ályktar að fela Kirkjuráði að taka til athugunar og endurskoðunar þau ákvæði laga um trúfélög er snerta skráningu skírðra í trúfélög. Endurskoðunin miði að því, að auðvelda fólki að fylgjast með því hvar í trúfélagi það er skráð. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.