Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 84

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 84
76 1984 15. Kirkjuþing 31. mál Tillaga til þingsályktunar um leikmannastefnu. Flm. sr. Halldór Gunnarsson Kirkjuþing 1984 beinir því til biskups og Kirkjuráðs að komið verði á leikmannastefnu þjóðkirkjunnar þar sem eigi sæti einn fulltrúi frá hverju prófastsdæmi, en þó tveir frá Reykjavíkurprófastsdæmi, kjörnir af leikmönnum á héraðsfundi til fjögurra ára í senn og einn fulltrúi fyrir hver landssamtök kristilegra félaga, sem starfa á kenningargrundvelli þjóðkirkjunnar. Leikmannastefna kjósi sér forseta, varaforseta og ritara sem myndi framkvæmdanefnd leikmannastefnu milli funda stefn- unnar. Vísað til fjárhagsnefndar. Við 2. umræðu var samþykkt að fresta málinu þar til 2. mál þingsins verður afgreitt en 31. mál skarast mjög við 46. gr. þess máls. Vísast til þeirrar afgreiðslu. Sr. Einar Þór Þorsteinsson óskaði eftirfarandi bókunar: „Vegna mikils fjölda málefna, sem liggur fyrir fjárhagsnefnd er ekki tími til að athuga allar tillögur nægilega rækilega og hér er um það að ræða. En fjárhagsnefnd kýs fremur að láta málið ganga áfram til þingsins en svæfa það í nefnd vegna mikil- vægi þess.”

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.