Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 85

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 85
77 1984 15. Kirkjuþing 32. mál Tillaga til þingsályktunar um kirkjubyggingar í nýjum íbúðahverfum. Flm. sr. Hreinn Hjartarson Kirkjuþing haldið í Reykjavík 1984 vekur athygli á þeirri óheillavænlegu staðreynd, að ný íbúðahverfi með tugum þúsunda íbúa hafa verið án kirkjuhúss árum eða jafnvel áratugum saman. Kirkjuþing ályktar því — að beina þeim eindregnu tilmælum til biskups og Kirkjuráðs að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í hvert sinn er nýtt íbúðahverfi rís af grunni. Má í því sambandi benda á væntanlega byggð við Grafarvog í Reykjavík. Greinargerð Ekki þarf að fara mörgum orðum um skaðsemi þess, bæði fyrir kirkju og söfnuði, að heilar kynsióðir skuli alast upp án þess að komast í snertingu við nokkuð, sem unnt væri að nefna „kirkjuna mína.” Þá má benda á þau óþægindi, kostnað og fyrirhöfn, bæði fyrir söfnuð og prest, sem eru því samfara að þurfa árum saman að fá kirkjuhús að láni fyrir kirkjulegar athafnir. Er oft um langan veg að fara. Segja má að það sé ekki forsvaranlegt, að ekki skuli vera til vígður reitur eða helgur staður í byggð sem telur tugi þúsunda íbúa. Brýna nauðsyn ber því til að kirkjuyfirvöld hlutist til um að kirkja rísi sem fyrst í nýrri byggð. Svo ekki verði sagt um öll ný hverfi sem byggjast, jafnvel áratugagömul: Kirkja fyrirfinnst engin. Vísað til allsherjarnefndar er lagði til að tillagan yrði samþykkt með smávegis orðabreytingu og við- bót. (Frsm. Margrét K. Jónsdóttir) Nefndin leggur til að tillagan verði orðuð þannig: Kirkjuþing haldið í Reykjavík 1984 vekur athygli á þeirri óheillavænlegu staðreynd að íbúðahverfi með tugi þúsunda íbúa hafa verið án kirkjuhúss árum og jafnvel áratugum saman. Kirkjuþing ályktar því að beina þeim eindregnu tilmælum til biskups og Kirkjuráðs að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig hverju sinni er nýtt íbúðahverfi rís af grunni. Má í því sambandi benda á væntanlega byggð við Grafarvog. Taka þarf upp viðræður við skipulagsaðila hverju sinni svo staðsetning kirkju liggi fyrir þegar í upp- hafi. Samþykkt samhljóða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.