Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 86

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 86
78 1984 15. Kirkjuþing 33^mál Tillaga til þingsályktunar um fermingu og fermingarundirbúning. Flm. sr. Halldór Gunnarsson Kirkjuþing 1984 ályktar að á næstu árum fái ferming og fermingarfræðsla sérstaka umfjöllun innan þjóðkirkjunnar. Til grundvallar þeirri umfjöllun sé „Greinargerð kirkjufræðslunefndar til kirkjuþings 1980”, frumvarp kirkjuþings 1972 ,,um fermingarundirbúning og fermingu” og nefndarálit sem prestastefna íslands samþykkti 1965. Hvatt er til að prestastefna íslands fjalli um þetta málefni á ný. Að lokinni umfjöllun réttra aðila innan þjóðkirkjunnar, er þess óskað að Kirkjuráð láti semja uppkast að lögum um fermingu, sem komi í stað laga frá 1736, 1744, 1759 og 1827 eða geri tillögu um aðra skipan og leggji fyrir kirkjuþing. Vísað til allsherjarnefndar, er lagði til, að tillagan þannig orðuð verði samþykkt. (Frsm. sr. Lárus Þorv. Guðmundsson) Kirkjuþing 1984 ályktar að beina því til biskups og Kirkjuráðs að gengist verði fyrir umfjöllun ferm- ingar og fermingarundirbúnings í þjóðkirkjunni. Til grundvallar verði eftirfarandi gögn: „Greinargerð kirkjufræðslunefndar til kirkjuþings 1980”, frumvarp kirkjuþings 1972 um „fermingarundirbúning og fermingu” og „nefndarálit samþykkt á prestastefnu íslands 1965”. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.