Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 88

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 88
1984 15. Kirkjuþing 35. mál Tillaga til þingsályktunar um helgistund sjónvarps. Flm. sr. Einar Þ. Þorsteinsson Margrét Gísladóttir Kirkjuþing 1984 skorar á Útvarpsráð að breyta helgistund sjónvarps á þann veg, að kristilegur söngur sé hafður í upphafi og við lok helgistundarinnar hverju sinni. Jafnframt þakkar þingið þær breytingar sem voru gerðar á Stundinni okkar í sambandi við flutning á kristilegu efni í Stund- inni eftir áramótin síðustu. Vísað til allsherjarnefndar, er leggur til, að tillagan þannig orðuð verði samþykkt. (Frsm. Jón Guð- mundsson) Kirkjuþing 1984 þakkar Útvarpsráði þær breytingar, sem gerðar voru á Stundinni okkar, þegar kristi- legt efni var aukið í þættinum um síðustu áramót. Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til ráðsins, að kristilegur söngur verði hafður i upphafi og við lok hverrar helgistundar. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.