Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 95

Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 95
87 Þinglausnarræða biskups Þegar komið er að þinglausnum 15. Kirkjuþings vekja þær þakklæti mitt fyrir samveru og samstarf þessara daga, sem settu góðu heilli svo mikinn svip sinn á þessa daga, þegar við lítum yfir þá festi dag- anna, — sem Guð gaf okkur að starfi og fyrir þá alla kann ég ykkur miklar og einlægar þakkir. Þessir dagar hafa liðið fljótt, að nú skuli vera komið að lokum þessa kirkjuþings. Já, — dagarnir hafa hver að öðrum verið til vitnis um það, ,,að hratt flýgur stund.” Til þess liggja m.a. þær ástæður, að við höfum gleði og ánægju af því að starfa saman að þeim verkefnum, sem við berum fyrir brjósti og lát- um til okkar taka. Um okkur sem kirkjuþing má segja, eins og stendur í skýrslunni miklu og merku um skírn, máltíð Drottins og þjónustu: ,,Allir, sem tilheyra samfélagi trúaðra, jafnt vígðir sem óvígðir, eru innbyrðis tengdir. í margs kyns kristilegum félagsskap inna karlar og konur af hendi þjónustu, sem hefir mikla þýðingu fyrir líf og starf kirkjunnar.” „Stunda þetta, ver allur í þessu..” (l.Tim 4:15) segir Páll postuli. Það gerum við sannarlega. Ég efast um, að nokkurt kirkjuþing hafi sýnt jafnmikil afköst á jafnskömmum tíma og það þing, sem nú er af- staðið. Kirkjumálaráðherra talaði um það á þriðjudagskvöldið, að álagið á okkur væri mikið, við tókum þó sjaldnast eftir því í hita og önnum dagsins, og að mér fannst vegna þeirrar starfsgleði, sem yfir okkur vakti og fúsleika til þess að koma málum okkar fram. Með því bæði að heyra og sjá vinnubrögð ykkar, og hve umræður ykkar, tillögur og greinargerðir voru góðar og gagnlegar, þá var það mér oft tilefni til þess að dást að því, hve mikið þið hafið til brunns að bera, og hve kirkjan hefir á að skipa góðum starfskröftum. Það minnir mig á orð postulans: ,,Þannig líti menn á oss, svo sem þjóna Krists og ráðsmenn yfir leyndardómum Guðs.” Þegar postulinn talar um þjóna Krists, þá notar hann gamalt grískt orð yfir ,,þjón,” sem er huberetes og merkir upprunalega ræðari á forngrískum skipum með þremur áraröðum. Þegar ég hugleiði þessa merkingu og ber hana saman við þjónustu okkar á þessu þingi, þá kemur mér óneitanlega í hug, starfsfyrirkomulag okkar með höfuðnefndunum þremur, — og það má vissulega segja um ykkur, að það var vel róið, samstillt átök ykkar, kapp með forsjá, — er óhætt að segja. Fyrir allt það sem þið á ykkur lögðuð, vakandi áhuga og dugnað í störfum, færi ég ykkur hjartans þakkir á 15. Kirkjuþingi sem ber upp á Biblíuárið. Sólin blessuð brosti við okkur, og geisla hennar skul- um við láta fylgja okkur fram á veg. Ég færi varaforsetum bestu þakkir, sérstaklega fyrir það, hve þeir léttu mér störfin og fundarstjórn, ég þakka vígslubiskupi séra Ólafi Skúlasyni fyrir hans góða þátt í þingstörfum. Ég þakka nefndunum öllum, formönnum þeirra og riturum, og framsögumönnum, þingskrifurum og biskupsritara fyrir mikla vinnu við ritarastörfin. Ég þakka séra Ingólfi Guðmundssyni fyrir alla fyrirgreiðslu hans og þjónustu við þingið og séra Bernharði Guðmundssyni fyrir daglegan fréttaflutning af störfum okkar. Ég þakka Bisk- upsstofu fyrir skrifstofuvinnuna. Ég þakka umhyggju fyrir okkur hér í salarkynnum, Guðrúnu Finn- bjarnardóttur og frú Dómhildi Jónsdóttur og kvenfélagskonum fyrir indælan kaffisopann og allan við- urgjörning. Við þökkum fyrir aðstöðuna í Templarahöllinni til nefndastarfa og auglýsingastofu Sam- bandsins fyrir fagra skreytingu hér á veggnum, er okkur var færð að gjöf. Hingað erum við svo komin, eins og úr róðri að landi með aflafenginn, — en þá vitum við líka að mikið er óunnið, öll úrvinnslan, sem bíður að greiða götu þeirra mála, sem hér voru afgreidd, og við biðjum góðan Guð að gefa vöxtinn, árangurinn af því sem liðnir dagar báru í skauti sínu, gerðir þings- ins, — kirkjunni og þjóðinni allri til heilla. Eins og vænta mátti komumst við ekki hjá því að skiptast á skoðunum. En við fundum líka einlægan samstarfsvilja, — og það er hann, sem ávallt gjörir okkur eitt, og gerir gæfumuninn, þó að við getum ekki verið eins. Ég held líka, að svo hljóti að eiga að vera. Guð hefir ekki steypt okkur í sama mótið, Guðs veru fegurstu mynd, sem við öll viljum varðveita, hina dýrustu gjöf, sem Guð hefir gefið, og við viljum engan blett láta falla á. Og við erum líka viss um hitt, að komi það fyrir, þá er Drottinn kominn, við ákall okkar til þess að láta mynd sína skína að nýju og hreinsa með fyrirgefandi náð sinni og fórn. — Það er leyndardómurinn, sem við erum kölluð til þess að opinbera, og því erum við hér, til þess að mynda þetta kirkjuþing og gjörðir þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.