Són - 01.01.2011, Page 14

Són - 01.01.2011, Page 14
14 HELGI SKÚLI KJARTANSSON – sem hafa þó ómögulega verið borin fram með neins konar þögn eða rofi. Þar með verða flest einkvæð orð löng, eða a.m.k. öll nafnorð með nokkra áherslu, einnig í samsetningum, og skiptir þá ekki máli hvort samhljóð eða sérhljóð fer á eftir.17 Nú standa „stuttu“ nafnorðin, sem dæmi voru sýnd um hér að fram - an, öll á undan samhljóði í næsta atkvæði (ben Gauta – ben margri – ben þeiri – svan seðja – goð gjalda – sal hjálmum) og ættu því að teljast löng, hvort sem það er eftirfarandi samhljóð eða bara orðaskilin sem lengingu valda. Engu að síður gildir bersýnilega krafa um að þau séu ekki langstofna. Það má hugsa sér að einmitt þarna í línunni séu skil eða braghvíld sem hindri „samloðun“ við næsta orð, brageyrað tengi orðin ekki saman. En slík skil væru þá einhvers konar rof eða þögn og þá vandséð að hún ylli ekki lengingu líka. Í nýjustu rannsókn á þessu máli – meistararitgerð eftir Norðmanninn Klaus Johan Myrvoll – er reynt að höggva á hnútinn með þeirri kenningu að það séu orðaskil (eða orðhlutaskil) sem lengja einkvæð orð en geri þau þó aðeins hálflöng (þ.e. styttri en langstofna orð: samkvæmt því væri t.d. stofninn „sker-“ stuttur á undan sérhljóðsendingu (skeri), langur með samhljóðsendingu (skerja) en hálflangur sem einkvætt orð (sker) eða í samsetningu (sker-nár), stofninn „skerp-“ hins vegar langur hvernig sem á stendur). Þessi hálflöngu atkvæði ættu yfirleitt að jafngilda löngum í bragfræðinni – nema á þessum eina stað í dróttkvæðri línu þar sem einkvætt nafnorð mætti ekki vera meira en hálflangt.18 Hængur er þó á þeirri skýringu. Það er ekki einber tilviljun að næsta orð hefst á samhljóði í öllum dæmunum hér að ofan heldur virðist það vera langalgengast. Síðasta orðið í dróttkvæðri línu getur auðvitað byrjað á sérhljóði, og þá getur farið einkvætt orð á undan. Það ein - kvæða orð má gjarna vera sögn (Ármóði liggr æðri) og þá næstum alltaf langstofna. Nafnorð má að vísu finna í þessu samhengi, og þá stutt atkvæði (kominn emk á jó Ívu – komi örn á hræ járnum – grams fall á sæ alla), en það er svo sjaldgæft að skáldin hafa greinilega 17 Að þessu hallaðist Eduard Sievers (Altgermanische Metrik (Sammlung kurzer Gram- matiken germanischer Dialekte, 2), Halle (Max Niemeyer) 1893, bls. 58–59), höfuð - skörungur germanskrar bragfræði á 19. öld. Og nú tekur Myrvoll undir það mjög eindregið (bls. 13–15). 18 „Eg kjem difor til å umtala den fyrste stavingi i ord som búa og vita som stutt, men den same stavingi fyre fonologisk grensa (bú, vit, bú-fe, vit-orð) som halvlang. Dette nemningsbruket kann forsvarast med at substantiv av denne bimoraiske typen kann standa i fjorde posisjon i dróttkvætt, men derimot ikkje lang staving som búð og vitt (Craigies lov, sjå nedanfor s. 30 f.)“ (Myrvoll, bls. 14).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.