Són - 01.01.2011, Qupperneq 14
14 HELGI SKÚLI KJARTANSSON
– sem hafa þó ómögulega verið borin fram með neins konar þögn eða
rofi. Þar með verða flest einkvæð orð löng, eða a.m.k. öll nafnorð með
nokkra áherslu, einnig í samsetningum, og skiptir þá ekki máli hvort
samhljóð eða sérhljóð fer á eftir.17
Nú standa „stuttu“ nafnorðin, sem dæmi voru sýnd um hér að fram -
an, öll á undan samhljóði í næsta atkvæði (ben Gauta – ben margri
– ben þeiri – svan seðja – goð gjalda – sal hjálmum) og ættu því að
teljast löng, hvort sem það er eftirfarandi samhljóð eða bara orðaskilin
sem lengingu valda. Engu að síður gildir bersýnilega krafa um að þau
séu ekki langstofna. Það má hugsa sér að einmitt þarna í línunni séu
skil eða braghvíld sem hindri „samloðun“ við næsta orð, brageyrað
tengi orðin ekki saman. En slík skil væru þá einhvers konar rof eða
þögn og þá vandséð að hún ylli ekki lengingu líka. Í nýjustu rannsókn
á þessu máli – meistararitgerð eftir Norðmanninn Klaus Johan Myrvoll
– er reynt að höggva á hnútinn með þeirri kenningu að það séu
orðaskil (eða orðhlutaskil) sem lengja einkvæð orð en geri þau þó
aðeins hálflöng (þ.e. styttri en langstofna orð: samkvæmt því væri t.d.
stofninn „sker-“ stuttur á undan sérhljóðsendingu (skeri), langur með
samhljóðsendingu (skerja) en hálflangur sem einkvætt orð (sker) eða í
samsetningu (sker-nár), stofninn „skerp-“ hins vegar langur hvernig
sem á stendur). Þessi hálflöngu atkvæði ættu yfirleitt að jafngilda
löngum í bragfræðinni – nema á þessum eina stað í dróttkvæðri línu
þar sem einkvætt nafnorð mætti ekki vera meira en hálflangt.18
Hængur er þó á þeirri skýringu. Það er ekki einber tilviljun að næsta
orð hefst á samhljóði í öllum dæmunum hér að ofan heldur virðist það
vera langalgengast. Síðasta orðið í dróttkvæðri línu getur auðvitað
byrjað á sérhljóði, og þá getur farið einkvætt orð á undan. Það ein -
kvæða orð má gjarna vera sögn (Ármóði liggr æðri) og þá næstum
alltaf langstofna. Nafnorð má að vísu finna í þessu samhengi, og þá
stutt atkvæði (kominn emk á jó Ívu – komi örn á hræ járnum –
grams fall á sæ alla), en það er svo sjaldgæft að skáldin hafa greinilega
17 Að þessu hallaðist Eduard Sievers (Altgermanische Metrik (Sammlung kurzer Gram-
matiken germanischer Dialekte, 2), Halle (Max Niemeyer) 1893, bls. 58–59), höfuð -
skörungur germanskrar bragfræði á 19. öld. Og nú tekur Myrvoll undir það mjög
eindregið (bls. 13–15).
18 „Eg kjem difor til å umtala den fyrste stavingi i ord som búa og vita som stutt, men
den same stavingi fyre fonologisk grensa (bú, vit, bú-fe, vit-orð) som halvlang. Dette
nemningsbruket kann forsvarast med at substantiv av denne bimoraiske typen kann
standa i fjorde posisjon i dróttkvætt, men derimot ikkje lang staving som búð og vitt
(Craigies lov, sjå nedanfor s. 30 f.)“ (Myrvoll, bls. 14).