Són - 01.01.2011, Page 21

Són - 01.01.2011, Page 21
21ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA várkunnir – réttlæti. Hér er sem sagt lengd stofnatkvæðisins farin að skipta litlu máli, rétt eins og í sérnöfnunum. Stofnatkvæði, segi ég, en nú er margt af þessu samsett orð með tvo stofna og tvö stofnatkvæði, og er það þá fyrri stofninn sem hér um ræðir. Reyndar mætti ætla, út frá því sem fyrr er sagt um mikilvægi tvíliðarins í línulok, að hann þyrfti a.m.k. að vera sérstakur orðstofn frekar en einbert viðskeyti. En svo er ekki; viðskeytt orð eiga sinn sess í þessu safni. Reyndar miklu færri í eldri hlutanum. Það eru varla nema örnefnin Sólundum (ef það er viðskeytt) og Dyflinnar og samnafnið kurfaldi: aðeins þrjú dæmi af 50 en athyglisvert að þau eru öll langstofna. Í yngri hlutanum eru dæmin a.m.k. 14.45 Hér fyrir ofan voru nefnd tólf dæmi um langstofna samnöfn og eru níu þeirra viðskeytt. Þar við bætast sérnöfnin Kuflungum/Kuflunga, Erlingi (tvisvar) og Sköfnungi – öll líka langstofna. Þetta er orðið býsna flókið en greinilegt að eitthvað hefur breyst frá elleftu öld til hinnar tólftu. Helst má túlka þetta þannig að skáldin hafi tvær ólíkar aðferðir til að finna þríkvæðu orði stað í enda braglínu. Eldri aðferðin minnir meira á braglínur sem hafa einkvætt nafnorði á undan tvíkvæðu lokaorði. Notað er samsett orð miklu frekar en viðskeytt og fyrra stofnatkvæðið er helst stutt – þó með allmörgum undantekningum í sérnöfnum eins og Geir-dísar eða Þór-leiki. Síðan bætist við önnur aðferð sem kallar á viðskeytt orð fremur en samsett og virðist beinlínis krefjast þess að stofnatkvæðið sé langt. Hér er það ekki tvíliður í línulok sem bragurinn þarf að gera hátt undir höfði held - ur hið þríkvæða lokaorð sem heild.46 Ef eitthvað er í slíkum línum sem jafna má við braghvíld, þá er það á undan fjórðu bragstöðunni, ekki á eftir henni. Þó að seinni aðferðin komi greinilega fram sem nýjung, þá er það við hlið hinnar fyrri, ekki í stað hennar, og sömu skáldin beita þeim hiklaust á víxl. Þannig notar t.d. Haukur Valdísarson í Íslend - ingadrápu bæði Sköfnungi í nýja stílnum og hug-stóri og Snæ- grundu (tvisvar) í þeim gamla, auk langstofna samsetningarinnar Brodd-Helga. Eins notar Gamli kanoki jöfnum höndum stuttstofna samsetn ingar (goð-dómi – van-búna – vin-fastan) og langstofna orð (mein-læti – vár-kunnir – rétt-læti) sem ég hef hér talið samsett en seinni liðurinn þó varla miklu sjálfstæðari en viðskeyti. 45 Án þess að telja erlendu örnefnin „Jórðánar“ og „Nerbónar“ (tvisvar) sem skáldin hafa hugsanlega skynjað sem samsett. 46 Kuhn kveðst þess fullviss (bls. 177) að þyngsta áherslan hafi alltaf legið á fimmtu bragstöðu, og þá á miðatkvæði þríkvæðra orða ef þau stóðu í línulok. Þeirri kenn - ingu andmælir Myrvoll (bls. 48). Hana er a.m.k. erfitt að heimfæra á ósamsett orð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.