Són - 01.01.2011, Síða 101

Són - 01.01.2011, Síða 101
101RÍMNAMÁL Örvar-Odds drápa Gröndals er vissulega hetju- og söguljóð og líklega hefur höfundurinn ekki litið svo á að um rímu væri að ræða. Hann hafði aðrar hugmyndir um rímur svo sem brátt kemur fram. Jón Stef - ánsson skrifar um drápuna í Eimreiðina árið 1907 og þar kemur fram að fólk hefur farið með hana eins og rímur því að hann segist oft hafa „…heyrt bændur á Snæfellsnesi vera að kveða [drápuna] fyrir munni sér á leiðinni um Berserkjahraun. Þeir kunnu langa kafla úr henni, og vitn uðu í hana á mannfundum“.68 Grettisljóð Árið 1897 koma út Grettisljóð Matthíasar Jochumssonar og vöktu bæði mikla athygli og aðdáun flestra manna. Í Fjallkonunni birtist ritdómur sem vert er að skoða nánar. Sá sem hann ritar lætur sig dreyma um að Matthías hefði fremur samið Grettisrímur en Grettisljóð. Þar segir: „Samt hefðu margir heldr kosið, að séra Matthías hefði kveðið „Grettis ljóð“ sín öll með gamla laginu, með rímnaháttum; þurfti það form ekki að spilla meðferð hans á efninu; átti ekki síðr við söguna, sem er svo ramm-íslenzk.“69 Þetta er merkileg ósk. Kannski sjáum við í henni eftirsjá eftir hinu gamla formi og sú skoðun er ljós að ramm- íslenskt efni í löngu máli þar sem saga er sögð er best geymt í rímum. Í tímaritinu Íslandi mótmælir Benedikt Gröndal, sem studdi rímur og rímnaskáldin, þessari skoðun ritdómarans í Fjallkonunni. Hann full - yrðir að Grettisljóð gætu ekki orðið rímur. Af hverju? Gröndal skrifar: „Í rímum hefðu menn aldrei getað komið þeirri skáldfegurð við sem unnt er að hafa, þegar ort er með öðrum lögum eða háttum; rímur verða varla annað en rímuð prósa, og til annars er ekki ætlast – og samt eru þær eitthvað annað og meira, þær eru að minnsta kosti prósa í æðra veldi.“70 Því er nú verr og miður fyrir okkur að Benedikt skýrir ekki nánar hvað er prósa í æðra veldi, en við getum látið hugann reika. Þetta er afdráttarlaus skoðun hins merka skálds. Rímur er sérstök bók- menntategund sem ort er undir rímnaháttum eins og allaf hefur verið gert og þar á ekki að bera mikið á skáldlegum tilþrifum höfundanna, en umfram allt segja sögu eins og alltaf hefur verið gert. Það er hins vegar öllu þyngra að skilja af hverju Benedikt telur erfiðara að sýna skáldleg tilþrif undir rímnaháttum en öðrum háttum. Ef til vill er svarið 68 Jón Stefánsson (1907:142). 69 „Grettisljóð” (1898:13). 70 Benedikt Gröndal (1897:177).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.