Són - 01.01.2011, Blaðsíða 101
101RÍMNAMÁL
Örvar-Odds drápa Gröndals er vissulega hetju- og söguljóð og líklega
hefur höfundurinn ekki litið svo á að um rímu væri að ræða. Hann
hafði aðrar hugmyndir um rímur svo sem brátt kemur fram. Jón Stef -
ánsson skrifar um drápuna í Eimreiðina árið 1907 og þar kemur fram
að fólk hefur farið með hana eins og rímur því að hann segist oft hafa
„…heyrt bændur á Snæfellsnesi vera að kveða [drápuna] fyrir munni
sér á leiðinni um Berserkjahraun. Þeir kunnu langa kafla úr henni, og
vitn uðu í hana á mannfundum“.68
Grettisljóð
Árið 1897 koma út Grettisljóð Matthíasar Jochumssonar og vöktu bæði
mikla athygli og aðdáun flestra manna. Í Fjallkonunni birtist ritdómur
sem vert er að skoða nánar. Sá sem hann ritar lætur sig dreyma um
að Matthías hefði fremur samið Grettisrímur en Grettisljóð. Þar segir:
„Samt hefðu margir heldr kosið, að séra Matthías hefði kveðið
„Grettis ljóð“ sín öll með gamla laginu, með rímnaháttum; þurfti það
form ekki að spilla meðferð hans á efninu; átti ekki síðr við söguna,
sem er svo ramm-íslenzk.“69 Þetta er merkileg ósk. Kannski sjáum við
í henni eftirsjá eftir hinu gamla formi og sú skoðun er ljós að ramm-
íslenskt efni í löngu máli þar sem saga er sögð er best geymt í rímum.
Í tímaritinu Íslandi mótmælir Benedikt Gröndal, sem studdi rímur
og rímnaskáldin, þessari skoðun ritdómarans í Fjallkonunni. Hann full -
yrðir að Grettisljóð gætu ekki orðið rímur. Af hverju? Gröndal skrifar:
„Í rímum hefðu menn aldrei getað komið þeirri skáldfegurð við sem
unnt er að hafa, þegar ort er með öðrum lögum eða háttum; rímur
verða varla annað en rímuð prósa, og til annars er ekki ætlast – og
samt eru þær eitthvað annað og meira, þær eru að minnsta kosti prósa
í æðra veldi.“70 Því er nú verr og miður fyrir okkur að Benedikt skýrir
ekki nánar hvað er prósa í æðra veldi, en við getum látið hugann reika.
Þetta er afdráttarlaus skoðun hins merka skálds. Rímur er sérstök bók-
menntategund sem ort er undir rímnaháttum eins og allaf hefur verið
gert og þar á ekki að bera mikið á skáldlegum tilþrifum höfundanna,
en umfram allt segja sögu eins og alltaf hefur verið gert. Það er hins
vegar öllu þyngra að skilja af hverju Benedikt telur erfiðara að sýna
skáldleg tilþrif undir rímnaháttum en öðrum háttum. Ef til vill er svarið
68 Jón Stefánsson (1907:142).
69 „Grettisljóð” (1898:13).
70 Benedikt Gröndal (1897:177).