Són - 01.01.2011, Side 130

Són - 01.01.2011, Side 130
130 KRISTJÁN EIRÍKSSON auðga með því mál sitt og gefa löndum sínum kost á að kynnast helstu verkum útlendum í búningi eigin máls. Vitaskuld eiga tungur stór - þjóðanna (kínverska, enska, spænska, franska, ítalska, þýska og svo framvegis) hvað mest úrval af slíkum þýddum bókmenntum, fyrir nú utan þau snilldarverk sem orðið hafa til á þeim tungum. Margar smærri þjóðir eiga líka fjöldann allan af góðum þýðingum og þar á meðal Íslendingar. Hygg ég að ýmsar stærri þjóðir þættust nokkuð góðar ef þær ættu viðlíka mikið þýtt af ljóðum og Íslendingar. – En það hlýtur einnig að vera flestum þjóðum, ekki síst smáþjóðum, keppi - kefli að sem mest sé þýtt af bókmenntum þeirra á aðrar tungur. Esperantistar gerðu sér vitaskuld frá upphafi ljóst að mikilvægt væri að þýða á málið ýmis bókmenntaverk af þjóðtungunum, bæði til að reyna á kosti og færni hins nýja miðils og til að auðga það að hug - myndum og menningu sem flestra þjóða jarðarkringlunnar. Íslenskir esperantistar byrjuðu nokkuð snemma að þýða íslenskar bókmenntir á alþjóðamálið og urðu lausamálsverk að vonum fyrir - ferðarmest enda yfirleitt talin auðveldari viðfangs en ljóð. Einstaka þýð ingar íslenskra ljóða birtust þó þegar í árdaga hreyfingarinnar á Íslandi og munu þýðingar Sigurðar Kristófers Péturssonar á „Bára blá“ eftir Magnús Grímsson, „Heyrið vella á heiðum hveri“ eftir Grím Thomsen og „Svanasöngur á heiði“, ‚Eg reið um sumaraftan einn‘ eftir Steingrím Thorsteinsson vera fyrstar slíkra þýðinga sem birtust á prenti en þær eru allar í Kennslubók í Esperanto eftir Þorstein Þorsteins - son sem út kom 1909. Þá birtist þýðing Sigurðar Kristófers á „Bí, bí og blaka“ í Islanda Esperantisto 1931. Þar sem fyrstu þýðingar íslenskra ljóða á Esperanto eru nú því sem næst aldar gamlar þykir hæfa að rekja hér í stórum dráttum hvað áunn - ist hefur síðan á því sviði í tímariti sem helgað er óðfræði. — Fyrst verður í stuttu máli gerð grein fyrir helstu þýðingum íslenskra ljóða á Esperanto og megineinkennum þýðinga á þá tungu og fjallað lítillega um gildi slíkra þýðinga fyrir þýðingar á önnur mál. Síðan verður birt - ur nokkuð nákvæmur listi yfir öll þau ljóð íslensk sem greinarhöfundi er kunnugt um að þýdd hafi verið á Esperanto. Úr Eddukvæðum hafa eftirfarandi kvæði birst í heild á esperanto: Völuspá, Þrymskviða, Guðrúnarhvöt, Guðrúnarkviða hin fyrsta, Atla - kviða (öll í þýðingu Baldurs Ragnarssonar), Völuspá í Islandaj pravo¤oj, sem út kom 1964, en hin í þýðingartímaritinu La Tradukisto. Þá hafa hlutar úr Hávamálum, bæði í þýðingu Erlings A. Haugen og Baldurs Ragnarssonar, verið prentaðir í tímaritinu Norda Prismo og einnig hluti af Helgakviðu Hundingsbana II í þýðingu Baldurs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.