Són - 01.01.2011, Blaðsíða 132
132 KRISTJÁN EIRÍKSSON
sex erindi úr Þorrabálki Snorra Björnssonar á Húsafelli (1710–1803)
og eitt erindi, Vor, hefur Baldvin B. Skaftfell þýtt eftir séra Björn Hall -
dórsson (1724–1794). Einnig hafa upphöf tveggja þekktustu kvæða
Eggerts Ólafssonar (1726–1768) verið þýdd: Íslandsminni, ‚Ísland
ögrum skor ið‘, sem Baldvin B. Skaftfell þýddi, og Lysthúskvæði,
‚Undir bláum sólarsali‘, sem Baldur Ragnarsson þýddi. Stefán Sigurðs-
son hefur og þýtt ljóðið Um dauðan kanaríufugl eftir Jón Þorláksson
(1744–1819).
Þegar kemur að skáldum rómantísku stefnunnar og annarra nítjándu
aldar skálda verður fljótt um auðugri garð að gresja í ljóða þýðingum á
Esperanto. Þýðing séra Stefáns Jónssonar á Eld gamla Ísafold eftir
Bjarna Thorarensen birtist í Vo¤o de Islando 1949, á fyrstu síðu, og Stefán
Sigurðsson þýðir bæði Blástjarnan þó skarti skær og Veturinn en það
síðarnefnda er einnig til í þýðingu Baldurs Ragnars sonar og sömuleiðis
hefur Baldur þýtt Odd Hjaltalín en sú þýðing birtist í Norda Prismo 1964,
og Árni Böðvarsson og F. V. Lorenz hafa þýtt Samkvæmisvísur, ‚Ekki
er hollt að hafa ból / hefðar upp á jökul tindi‘.
Ljóð og einstök erindi hafa verið þýdd eftir Björn Gunnlaugsson
(1788–1876), Sveinbjörn Egilsson (1791–1852), Vatnsenda–Rósu
(1795–1855), Bólu-Hjálmar (1796–1875) og Sigurð Breiðfjörð (1798–
1846). — Hvorki meira né minna en tíu heilum ljóðum hefur verið
snúið á Esperanto eftir Jónas Hallgrímsson og þar á meðal er Gunnars -
hólmi í þýðingu Baldurs Ragnarssonar og tvær þýðingar eru til af
Hvað er svo glatt og Ísland farsælda frón.
Nokkur ljóð hafa verið þýdd eftir skáldin: Jón Thoroddsen (1818–
1868), Grím Thomsen (1820–1896), Pál Ólafsson (1827–1905),
Kristján Jónsson (1842–1869), Stephan G. Stephansson (1853–1927),
Þorstein Erlingsson (1858–1914), Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson)
(1860–1936) og Hannes Hafstein (1861–1922). Fæst eru ljóðin eftir
Pál, aðeins tvö, en flest eftir Hannes, níu ljóð og stökur. Þar með talið
er kvæðið Sprettur, ‚Ég berst á fáki fráum‘, sem bæði er til í sam -
vinnuþýðingu Árna Böðvarssonar og F. V. Lorenz og þýðingu Baldurs
Ragnarssonar.
Eftir skáld nýrómantísku stefnunnar hafa menn þýtt drjúgmikið á
Esperanto. Fjórum ljóðum hefur verið snúið eftir Einar Benediktsson
(1864–1940) og þar á meðal eru bæði Útsær og Dagurinn mikli þýdd
af Baldri Ragnarssyni. Þá hefur Baldur einnig þýtt ljóðið Í dag eftir
Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti (1879–1939). Nokkur kvæði hafa og
verið þýdd eftir Jóhann Sigurjónsson, Huldu, Jóhann Gunnar Sigurðs-
son, Stefán frá Hvítadal og Friðrik Hansen. Og eftir Davíð Stefánsson