Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 7

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 7
V Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Síðastliðið vor auglýsti Vísinda- og tækniráð eftir hugmyndum að markáætlunum eða öndvegissetrum á tilteknum sviðum vísinda þar sem sérstök áhersla væri lögð á tengsl rannsakenda og vettvangs og fékk rúmlega 80 tillögur. Af þeim var 10 veittur framgangur til að vinna umsókn fyrir 1. október síðastliðinn. Í boði var styrkur upp á allt að 80 milljónir á ári í allt að sjö ár. Ein umsóknanna var um öndvegissetur í menntarannsóknum og hlaut heitið MARKVÍS. Þar var gert ráð fyrir því að í fjölmörgum rannsóknaklösum á hinum ýmsu sviðum menntunar yrði hafið náið samstarf um þróun fræðslu- og skólastarfs með stuðningi erlendra sérfræðinga. Auk þess var gert ráð fyrir umfangsmikilli þjálfun ungra vísindamanna á sviðinu. Hugmyndafræðin á bak við Markvís skiptir máli meðal annars vegna þess að þar er gert ráð fyrir samvinnu um þróunarstarf þar sem rannsakendur þurfa að koma sér saman um forgangsröðun. Þar munu rannsakendur og kennarar beita samhæfðri athöfn við lausn daglegra viðfangsefna með því að leggja saman fræðileg hugtök og aðgerðir í eina heild. Viðurkenning er á því að viljinn nægi ekki heldur þurfi samvirkni til að læra að meta og taka tillit til hinnar hliðarinnar á peningnum, fræða eða starfs. Þetta er dæmi um rannsóknarverkefni sem seilist yfir landamæri grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna og sem gagnast hérlendum vettvangi jafnframt því að eiga erindi í fræðitímarit erlendis. Það stigakerfi sem nú gildir í háskólasamfélaginu og gefur aukin laun og stöðuhækkun fyrir birtingar hvetur hins vegar rannsakendur til að birta niðurstöður sínar fyrst og fremst í svonefndum ISI-tímaritum (sem flest eru á ensku) og grefur þar með undan því að íslenskir vísindamenn vinni fyrir hérlendan vettvang. Þessu þarf að breyta því að annars verða greinar skrifaðar að mestu fyrir umræðu erlendis en ekki til að móta íslenska rannsóknarhugsun eða - hefð. Þær verða til fyrir ytri styrkingu en ekki vegna áhuga eða nauðsynjar. Efnisval verður að mestu á forsendum þeirra sem birta en ekki þeirra sem leita nýrrar þekkingar á sínu sviði. Nú er farið að vinna doktorsritgerðir í menntavísindum í formi tímaritsgreina í stað stórra ritgerða. Við þessu þarf jafnframt að gjalda varhuga því að það færir vinnu við mat á doktorsritgerðum út úr háskólunum og inn í tímaritin. Það getur því ekki orðið annað en undantekning frá reglunni um að háskólar beri sjálfir ábyrgð á eigin menntun. Ef það að við metum samstarf rannsakenda og starfenda á vettvangi til jafns við aðrar rannsóknir og innlendar birtingar til jafns við erlendar seinkar því eitthvað að Háskóli Íslands komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi verður svo að vera. Í menntarannsóknum þar sem niðurstöður eru rótbundnar menningarsamhengi vegur hin alþjóðlega, fræðilega umræða helming, varla meir. Ný ritnefnd stýrir þessu tölublaði Tímarits um menntarannsóknir. Hún hefur beitt sér fyrir því að blaðið komi fyrr út á árinu og bundið lokadagsetningu á greinar til birtingar við 1. maí í stað 15. júlí. Þetta tekur gildi árið 2009 og eru væntanlegir höfundar vinsamlega beðnir um að hafa það í huga. Ennfremur er höfundum bent á að lesa vel leiðbeiningar til greinahöfunda á innsíðu kápu en þær hafa verið gerðar ítarlegri en fyrr. Efni þessa tölublaðs er fjölbreytt sem fyrr og biðjum við lesendur vel að njóta. Gretar L. Marinósson ritstjóri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.