Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 11
9 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Í fræðilegri umræðu er oft gerður greinarmunur á innri (e. intrinsic) og ytri (e. extrinsic) áhugahvöt (Ryan og Deci, 2000), eða „aðkvæmum“ og „sjálfkvæmum“ áhuga eins og þetta er stundum kallað. Samkvæmt Ryan og Deci táknar það að vera áhugasamur (e. motivated) að vera staðráðinn í að framkvæma, aðhafast eða grípa til ráðstafana í þágu tiltekins markmiðs. Slíkur ásetningur getur stafað annaðhvort af innri áhugahvöt, þ.e. því að viðkomandi telur athöfnina vera mikilvæga og gefandi og því skemmtilega, ellegar að viðkomandi leggur mest upp úr útkomu athafnarinnar og fyllist metnaði, vill t.d. ná góðum einkunnum eða vera bestur. Þeir Ryan og Deci telja að innri áhugahvöt sé órjúfanlegur þáttur þess að vera lifandi manneskja, þ.e. hverjum heilbrigðum einstakl- ingi sé forvitni í blóð borin og einnig það að vilja skoða og læra á umhverfi sitt. Þeir telja að slíkt nám sé umbun í sjálfu sér sem megi líta á sem grundvöll þess að við vöxum og þroskumst sem einstaklingar. Deci, Koestner og Ryan (2001) halda því fram að sterk, eðlislæg tilhneiging mannsins til að reyna að ná stjórn á og sigrast á óhagstæðum aðstæðum, sem hindra hann í að ná markmiðum sínum, liggi að baki innri áhugahvöt. Þeir telja að einnig liggi að baki eðlislæg þörf einstaklingsins til sjálfsákvörðunar (e. self-determination). Áhrif umbunar á innri áhugahvöt fer að mati þeirra félaga eftir því hvaða áhrif umbunin hefur á upplifun einstaklingsins á eigin hæfni og stjórn hans á aðstæðum. Því skora þeir á skólafólk að finna leiðir til að styrkja innri áhugahvöt. Í því sambandi stinga Deci o.fl. (2001) upp á að stuðst sé við fjölbreyttar kennsluaðferðir, að námskostum sé fjölgað og að nemendum séu fengin hæfilega þung viðfangsefni, þ.e. á mörkum þess sem þeir ráða við hverju sinni. Rannsóknir benda til þess að námsáhugi breytist hvað mest þegar nemendur fara af barnaskólastigi yfir á miðskólastig, þ.e. að um tólf ára aldurinn fari hann minnkandi (Anderman og Midgley, 1997; Eccles o.fl., 1993). Samkvæmt Eccles o.fl. vilja margir skýra þennan dvínandi áhuga út frá víðtækum líf- og sálfræðilegum breytingum nemenda á þessu aldursskeiði. Eccles o.fl. telja þó að um einföldun sé að ræða þar sem rannsóknir þeirra og annarra sýni að veigamiklar breytingar verða á námsumhverfi nemenda á miðskólastigi. Að þeirra mati breytast um leið kennsluhættir mjög mikið, þ.e. þeir verða meira stýrandi en áður og það geri að verkum að námsáhugi margra nemenda minnki. Snowman og Biehler (2006) benda á að þennan dvínandi áhuga beri að skoða í ljósi þess að einmitt á þessum árum fleygi vitsmuna- og félagsþroska nemenda ört fram, sem gerir þá færari en áður um að hafa mótaðar skoðanir og áhrif á námsaðstæður sínar. Í samantekt Bong (2008) á rannsóknum á námsáhuga kemur fram að áhugi barna mótist meira en áður var talið af því félagslega umhverfi sem þau búa við. Hún segir að börn séu t.d. mjög næm á væntingar foreldra og kennara og það móti tilfinningu þeirra fyrir eigin getu, hvaða markmið séu æskilegri en önnur og hvaða viðfangsefni séu þess virði að taka sér fyrir hendur. Rannsóknir hennar hafa beinst að því að kanna sál- og félagslegt umhverfi nemenda, þ.e. mat þeirra á aðstæðum sínum. Hún telur tengsl nemenda, foreldra og kennara hafa mikið að segja um áhuga nemenda, þ.e. góð tengsl stuðli að meiri áhuga en tengsl sem einkennast af spennu, átökum og óraunhæfum væntingum. Anderman og Midgley (1997) segja að margar rannsóknir bendi til þess að áhugi nemenda á námsgreinum sé breytilegur og oft kynbundinn. Þau segja sumar rannsóknir benda til þess að drengir hafi meiri áhuga á stærðfræði en stúlkur en þær hafi jafnan meiri áhuga á tungumálum. Þau benda á að niðurstöður rannsókna sýni að áhugi nemenda minnki við upphaf miðskólastigs en óljóst sé hvort það eigi við um bæði kynin eða eingöngu drengi. Þau segja að við upphaf miðskólastigsins dragi meira úr námsáhuga hjá getumeiri nemendum, sem jafnframt eru áhugasamir um stærðfræði, en þeim getuminni. Þau segja rannsóknir sýna að almennt hafi breytingar í námsumhverfi Námsáhugi nemenda í grunnskólum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.