Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 12
10 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 nemenda meiri áhrif meðal þeirra getuminni en áhrifin geti þróast til beggja átta, þ.e. annaðhvort til að auka eða minnka námsáhuga þeirra. Námsumhverfi skiptir því miklu fyrir þessa einstaklinga. Green, Martin og Marsh (2007), Nurmi og Aunola (2005) og Tempelaar, Gijselaers, Schim van der Loeff og Nijhuis (2007) benda á að áhugi nemenda á mismunandi námsgreinum hafi lítið verið rannsakaður, þ.e. hver hann sé og hvernig hann breytist með hækkandi aldri. Að mati Nurmi og Aunola benda þær rannsóknir sem til eru til þess að áhugi á námsgreinum fari minnkandi þegar líður á grunnskólann enda þótt áhugi barnanna viðhaldist á öðrum sviðum (e. life domains). Þá sýni rannsóknir að nemendur myndi sér skoðanir á fyrstu árum sínum í barnaskóla um það hvaða námsgreinar séu áhugaverðar. Segja þau niðurstöður sínar á námsáhuga finnskra nemenda sýna að í upphafi grunnskólanáms hafi flestir nemendur mikinn áhuga á a.m.k. einni námsgrein. Samt sem áður er þriðjungur nemenda sem sýnir einhverri námsgrein mjög lítinn áhuga. Þá telja þau vísbendingar vera í rannsókn sinni um að stúlkur sýna fleiri námsgreinum áhuga en drengir, og jafnframt að fleiri drengir en stúlkur hafi lítinn áhuga á lestri. De Fraine, Van Damme og Onghena (2007) gerðu langtímarannsókn á kynjamun og skoðunum nemenda á sjálfum sér sem námsmönnum (e. academic self-concept). Þau segja niðurstöðum sínum svipa til sambærilegra rannsókna að því leyti að trú nemenda á eigin getu minnki þegar líður á skólagönguna, einkum hjá stúlkum. Það veki aftur á móti athygli að í tungumálanámi virðist námsumhverfi nemenda í skólanum hafa meira að segja um námsárangur þeirra en það hvernig þeir líta á sig sem námsmenn. Margar rannsóknir benda til þess að félagslegur bakgrunnur nemenda hafi mikið að segja um gengi þeirra í skóla. Þannig heldur t.d. Bernstein (1977) því fram að börn úr millistétt læri heima hjá sér að nota sams konar tungumál og samskiptahætti og eru ráðandi í skólanum. Kohn (1986) hefur einnig kannað félagslegan bakgrunn og uppeldi. Samkvæmt rannsóknum hans leggja millistéttarforeldrar meiri áherslu á að börn þeirra verði sjálfstæð í hugsun og vinnubrögðum en foreldrar í lægri samfélagsstöðu leggja aðaláherslu á að ala börn sín upp til hlýðni. Hér á landi hafa einnig verið gerðar rannsóknir á þessu sviði. Sigrún Aðalbjarnardóttir (2007) hefur í rannsóknum sínum fundið tengsl milli leiðandi uppeldishátta og bæði góðs námsárangurs og tilfinninga- og félagsþroska barna. Hér að framan er dreginn upp munur á vægi þeirra þátta sem hafa áhrif á nám og námsáhuga nemenda en margir þeirra eru innbyrðis tengdir. Nægir að nefna að aðstæður í skólanum hafa áhrif á það sem gert er í kennslustundum og það sem gert er í kennslustundum hefur áhrif á nemendur. Áhugi nemenda mótast síðan af aðstæðum í skólanum sem og gildum og viðhorfum foreldra og félaga. Það eru því margir samtvinnaðir þættir sem hafa áhrif á nám og námsárangur nemenda. Áhugavert er að rannsaka námsáhuga barna og unglinga í íslenskum grunnskólum. Engin yfirgripsmikil rannsókn af þeim toga er til hér á landi þar sem kannað er hvernig námsáhugi tengist námsumhverfi nemenda, þ.e.a.s. félagslegum aðstæðum þeirra í skólanum, í fjölskyldunni og jafningjahópnum, og sömu- leiðis viðhorfum kennara til kennslu og sýn nemenda á sjálfa sig sem námsmenn. Í þessari grein verður sagt frá rannsókn á námsáhuga nemenda í átta íslenskum grunnskólum. Kastljósinu verður einkum beint að eftirfarandi tveimur spurningum: Hve mikill er námsáhugi nemenda í 1., 3., 6. og 9. bekk að mati nemenda og foreldra? Hvernig breytist hann eftir aldri og kyni? Aðferð Þátttakendur Skólaárið 2007–2008 voru spurningalistar lagðir fyrir nemendur og foreldra í 1., 3., 6. og 9. bekk í átta grunnskólum til að kanna námsáhuga og námsumhverfi nemenda. Skólarnir voru valdir með það í huga að Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.