Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 13

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 13
11 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 draga upp mynd af námsáhuga nemenda og af þáttum sem kunna að hafa áhrif á hann. Valdir voru heildstæðir skólar, þ.e. með 1.–10. bekk, sem höfðu starfað í að minnsta kosti tíu ár og mátti skoða sem fulltrúa skóla á ólíkum svæðum. Tveir skólanna eru í Reykjavík, tveir á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur, tveir í stærri kaupstöðum, einn í sjávarþorpi og einn í sveitahéraði. Í 1. töflu eru upplýsingar um þátttöku nemenda og foreldra, flokkaðar eftir bekkjum. Eins og sést á töflunni voru 1.310 nemendur valdir til þátttöku og svöruðu 1.002. Af þeim sem svöruðu voru 51% stúlkur og 49% drengir. Tæp 77% nemenda tóku þátt í rannsókninni en hlutfall foreldra er nokkuð hærra, eða um 81%. Í 72% tilfella svöruðu mæður barnanna spurningalistunum, í 19% tilfella foreldrar saman, í 8% tilfella feður og í 0,5% tilfella aðrir forráðamenn. Munur á svarhlutfalli barna og foreldra skýrist einkum af því að í nokkrum tilvikum voru nemendur veikir eða forfallaðir af öðrum ástæðum þegar gagnasöfnunin fór fram og tóku þá ekki þátt í könnuninni þó að foreldrar hefðu svarað og veitt leyfi fyrir þátttöku barna sinna. Annað atriði sem skýrir brottfall nemenda er að sumir þeirra sem skráðir voru í bekkina sem lentu í úrtakinu gátu ekki tekið þátt í könnuninni vegna fötlunar. Mælitæki Spurningalistarnir sem lagðir voru fyrir nemendur og foreldra voru samdir á grund- velli fræðilegra skrifa um áhrif foreldra, kennara og félagahópsins á námsáhuga nemenda. Spurningalistarnir voru samdir af rannsakendum með hliðsjón af nokkrum erlendum spurningalistum en engir heildstæðir spurningalistar fundust sem hægt var að nota fyrir alla þá hópa sem könnunin tók til. Miða þurfti spurningalistana við aldur nemenda og laga spurningalista foreldra að aldri barnanna. Hér verður aðeins fjallað um þá þætti í spurningalistunum sem verða til umræðu í þessari grein. Leitast var við að hafa spurningarnar sem best við hæfi viðkomandi aldurshópa. Spurningalistarnir voru í upphafi forprófaðir á nokkrum einstaklingum þar sem m.a. var farið yfir skilning á hugtökum og orðum. Listarnir voru síðan endurbættir og því næst forprófaðir í einum grunnskóla. Unnið var úr niðurstöðum þess skóla og í framhaldi af því voru gerðar ýmsar breytingar á listunum. Þar sem mjög breiður aldurshópur nemenda svarar spurningalistunum varð að taka tillit til mismunandi þroska þeirra. Þess vegna urðu spurningalistarnir mismunandi að gerð. Auk eiginlegra spurninga var hafður með fjöldi staðhæfinga um ýmsa tengda þætti til að fá sem yfirgripsmest mat á námsáhuga nemendanna. Í spurningalistum fyrir nemendur í 1. bekk voru gefnir þrír svarmöguleikar þar sem stuðst var við broskarla. Áður en byrjað var að svara var farið yfir það hvað hvert andlit þýddi, þ.e. brosandi (skemmtilegt), venjulegur (hvorki skemmtilegt né leiðinlegt) og með skeifu (leiðinlegt). Forprófun leiddi í ljós að ekki væri vert að hafa flóknari kvarða fyrir nemendur í 1. bekk og fyllti sérstakur aðstoðarmaður listana út fyrir nemendur. Broskarlar voru einnig notaðir í spurninga- listunum sem lagðir voru fyrir nemendur í 3. bekk en þar voru svarkostir fimm og voru þeir einnig útskýrðir í texta. Brosandi andlit var mjög skemmtilegt, venjulegt var allt í lagi 1. tafla. Hlutfall og fjöldi nemenda og foreldra sem tóku þátt í rannsókninni, flokkað eftir bekkjum. Nemendur Foreldrar Úrtak Svöruðu Hlutfall Úrtak Svöruðu Hlutfall 1. bekkur 275 213 77,5 275 230 83,6 3. bekkur 324 253 78,1 324 269 83,0 6. bekkur 344 271 78,8 344 297 86,3 9. bekkur 367 265 72,2 367 270 73,6 1310 1002 76,5 1310 1066 81,4 Námsáhugi nemenda í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.