Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 23

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 23
21 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Þar dregur mikið úr áhuga, að mati foreldra, frá því í 3. bekk yfir í 6. bekk og enginn kynjamunur er í þeirri námsgrein. Eins og fram kemur hér að framan benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að námsáhugi barna og unglinga sé talsvert breytilegur eftir aldri og kyni. Foreldrar og nemendur virðast nokkuð sammála um að það dragi úr námsáhuga og að kynjamunur aukist eftir því sem líður á grunnskólanámið. Hér á eftir verður rætt um nokkur áhugaverð atriði sem fram komu í niðurstöðukaflanum. Umræða Í þessari grein eru kynntar niðurstöður úr rannsókn meðal nemenda í 1., 3., 6. og 9. bekk og foreldra þeirra í átta heildstæðum grunnskólum. Skólarnir voru valdir með það fyrir augum að vera dæmigerðir fyrir grunn- skóla á Íslandi, þ.e. heildstæðir grunnskólar í mismunandi bæjarfélögum sem endurspegla þau ólíku byggðarlög og hverfi sem finna má á Íslandi. Allir nemendur í þátttökuskólunum í framangreindum árgöngum lentu í úrtakinu en búast má við að í flestum skólum hafi verið einhverjir nemendur sem ekki gátu tekið þátt í rannsókninni vegna fötlunar eða veikinda. Þátttaka var góð í rannsókninni, 77% meðal nemenda og 81% meðal foreldra, sem þakka má góðu samstarfi við stjórnendur og kennara í þátttökuskólunum. Hið ólíka umhverfi þátttökuskólanna og mikil þátttaka í rannsókninni styrkir réttmæti niðurstaðnanna, þ.e. að yfirfæra megi þessar niðurstöður á grunn- skólabörn á Íslandi almennt. Rannsókn sem þessi, þar sem safnað er gögnum um nemendur á ólíkum aldri, er alltaf vissum erfiðleikum bundin vegna ólíks þroska barnanna. Börn í 1. bekk geta t.a.m. ekki svarað jafnmörgum og flóknum spurningum og unglingar í 9. bekk. Þessar aðstæður gera það að verkum að samræming spurninga og gerð mælitækja verður flóknari en ella. Í rannsókninni var því stuðst við fjórar gerðir spurningalista fyrir nemendur enda þótt listarnir fyrir 6. og 9. bekk væru mjög líkir. Þetta hefur áhrif á samanburð milli árganga og töflur og myndir sem byggjast á spurningalistunum eru ekki allar eins. Til að bregðast við þessu voru kvarðarnir aðlagaðir til að geta borið saman spurningar hjá ólíkum aldurshópum sem vissulega getur valdið einhverri skekkju. Þessu var ekki að heilsa meðal foreldra; spurningalistar til þeirra voru nánast eins en lagaðir að aldri barnanna sem rannsóknin beindist að. Í hluta spurningalistans voru notaðar fullyrðingar, bæði jákvæðar og neikvæðar, þar sem þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir væru sammála eða ósammála þeim. Þannig var hægt að fá fram skoðanir þátttakenda á fjöldamörgum atriðum sem ekki eru öll tíunduð í þessari grein. Þorlákur Karlsson (2003) hefur varað við notkun fullyrðinga vegna svokallaðrar samþykkishneigðar, þ.e. að einstaklingar séu líklegri til að vera sammála þeim en ef notaðar eru spurningar. Þetta verður að hafa í huga þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar en þetta rýrir ekki samanburð milli ólíkra hópa, eins og t.d. drengja og stúlkna. Þegar á heildina er litið virðast nemendur í 1. bekk áhugasamir og jákvæðir gagnvart skólanum, a.m.k. ef marka má að þrír af hverjum fjórum þeirra, eða 75%, fullyrtu að þeim fyndist gaman að læra í skólanum. Þetta er í samræmi við niðurstöður rannsókna meðal finnskra nemenda (Nurmi og Aunola, 2005) en þar kom í ljós að í upphafi skólagöngu hafi flestir nemendur mikinn áhuga á að minnsta kosti einni námsgrein. Eins og nemendum í 1. bekk finnst flestum 3. bekkinga gaman í skólanum, þótt heldur hafi sigið á ógæfuhliðina því hlutfall þeirra sem finnst gaman í skólanum er nú komið niður í 62%. Svipaðar niðurstöður eiga við um fleiri spurningar. Þótt miklum meirihluta nemenda í bæði 1. og 3. bekk þyki gaman að læra í skólanum kemur samt á óvart að hlutfallið skuli ekki vera hærra því í 1. bekk svarar fjórði hver nemandi ýmist á þá leið að það sé leiðinlegt (5% nemenda) að læra í skólanum eða að það sé allt í lagi (20%). Í 3. bekk er „óánægjuhlutfallið“ orðið Námsáhugi nemenda í grunnskólum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.