Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 24

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 24
22 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 hærra en einn á móti þremur. Þetta er ekki síst umhugsunarefni hvað 1. bekkingana varðar þar sem langflestir þeirra höfðu ekki verið í skóla nema um 100 daga þegar spurningalistinn var lagður fyrir þá. Þetta er einnig áhyggjuefni vegna þess að jafnan er talið að nánast allir nemendur í 1. og upp í 3. bekk séu áhugasamir og finnist gaman í skólanum (Eccles o.fl., 1993). Ástæður fyrir óánægju barna í 1. bekk eru ekki ljósar. Hugsanlegt er að mörg þessara barna séu einfaldlega ekki nægilega vel úthvíld að morgni skóladags. Önnur skýring, sem útilokar ekki þá fyrri, er að þau börn sem hér um ræðir eigi af einhverjum ástæðum erfitt með námið og finni sig ekki í skólanum. Þá kemur fram marktækur munur milli drengja og stúlkna strax í 1. bekk í svörum við nokkrum spurningum og benda niðurstöðurnar til þess að þessi kynjamunur aukist enn frekar í 3. bekk. Með öðrum orðum, þá virðist sem námsáhugi drengja sé minni en stúlkna strax í 1. bekk og hann minnki enn frekar í 3. bekk, meira en hjá stúlkunum. Þá er allnokkur hópur í þessum árgöngum, eða 5–8%, sem finnst leiðinlegt í skólanum og er það áhyggjuefni því námið og skólagangan tekur stóran hluta af tíma barnanna auk þess sem þeim ber að sækja skóla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þessi staðreynd undirstrikar mikilvægi þess að reyna að koma til móts við þarfir þessara nemenda og draga úr áhugaleysi og leiða þeirra sem fyrst á skólagöngunni. Athygli vekur að „fallið“ í námsáhuga milli 1. og 3. bekkjar er meira en ætla mætti af erlendum rannsóknum, en þar er jafnan greint frá dvínandi námsáhuga þegar nemendur færast af barnaskólastigi yfir á miðskólastig (Eccles o.fl., 1993; Snowman og Biehler, 2006). Þá virðist áhugi minnka talsvert milli 3. og 6. bekkjar. Fallið virðist því vera fyrr á ferðinni hér en greinir frá í erlendum rannsóknum. Frekari rannsóknir á þessu og þeim kynjamun sem fram kemur hljóta að vera mikilvægar og hagnýtt gildi þeirra fyrir skólastarf jafnframt mikið. Þær spurningar sem vakna í þessu sambandi eru t.d. hvernig hægt sé að kveikja áhuga þess hóps á námi og skólastarfi sem segist lítt áhugasamur strax í 1. bekk grunnskólans og hvernig megi ná betur til og virkja unga drengi en raun ber vitni, svo sem með kennsluháttum sem höfða meira til þeirra. Eins og áður segir voru spurningalistarnir sem lagði voru fyrir nemendur í 6. og 9. bekk svipaðir og því auðveldara að bera niðurstöður þeirra saman en milli 1. og 3. bekkjar. Það vekur athygli að námsáhugi nemenda virðist lítill í 6. og 9. bekk en í 6. bekk fullyrðir helmingur nemenda að sér finnist gaman í skólanum og 40% í 9. bekk. Þá er munur milli kynja talsverður í báðum bekkjum, þ.e. drengir sýna minni áhuga en stúlkur. Þá virðist draga meira úr áhuga drengja en stúlkna frá 6. upp í 9. bekk þó að þær niðurstöður séu ekki einhlítar. Áhugi eða áhugaleysi á að vinna heimaverkefni hefur nokkra sérstöðu hjá báðum kynjum en þegar komið er í 9. bekk segjast einungis 6% drengja hafa gaman af því. Green o.fl. (2007) hafa bent á að áhugi nemenda á einstökum námsgreinum sé mismikill og því geti það skilað betri árangri að reyna að bregðast við áhugaleysi á einstökum námsgreinum en að einblína alltaf á námsáhuga sem eitt fyrirbæri. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að áhugi á námsgreinum er mismunandi. Hann breytist einnig mismikið eftir greinum frá 6. til 9. bekkjar. Almennt má segja að 6. bekkingar séu áhugasamari en 9. bekkingar um einstakar greinar, sem er í samræmi við niðurstöður Nurmi og Aunola (2005). Mestur er áhugi 6. bekkinga á smíði og hönnun, þar sem tæp 80% eru sammála því að þeir hafi mikinn eða frekar mikinn áhuga. Þær list- og verkgreinar sem spurt var um, þ.e. hönnun og smíði, textílmennt og myndmennt, virðast allar vera vinsælli hjá nemendum í 6. bekk en unglingunum í 9. bekk. Það munar t.d. nærri 40 prósentustigum á hópi þeirra sem finnst gaman að læra hönnun og smíði í 6. og 9. bekk. Það virðist því ekki takast að viðhalda áhuga nemenda á list- og verkgreinum frá miðstigi yfir á unglingastig og má velta fyrir sér hvort val viðfangsefna höfði ekki til unglinga. Oft hefur verið lýst áhyggjum af lítilli aðsókn að verknámi á Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.