Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 29

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 29
Leiðin liggur í háskólana – eða hvað? Gyða Jóhannsdóttir Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Ágrip: Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa ítrekað reynt að byggja upp fjölbreytt námstilboð að loknu framhaldsskólanámi; tvískipt háskólastigi (e. higher eduction, tertier education) og byggt upp millistig á milli framhaldsskóla og hefðbundinna háskóla. Tilhneigingin hefur hins vegar verið sú að stofnanir sem eru ekki háskólar (í byrjun fyrst og fremst ætlað að stunda kennslu án rannsókna) hafa færst nær hefðbundnum háskólum og líkjast þeim meira en til var ætlast. Sums staðar hafa kennarar þessara stofnana fengið háskólatitla, stundað rannsóknir þó að takmarkaðar séu, og námi hefur lokið með háskólagráðu. Þessi tilhneiging hefur á íslensku verið nefnd bóknámsrek (e. academic drift). Í þessari grein er annars vegar fjallað um könnun mína á þróun háskólastigsins á Norðurlöndum (2006) en niðurstöður leiddu í ljós að bóknámsrek átti sér stað í þróun menntakerfa alls staðar á Norðurlöndum og einnig í stofnunum þeirra landa sem hafa byggt upp millistig. Ísland skar sig úr, en það er eitt af fáum löndum þar sem starfsmenntun er annaðhvort innan framhaldskóla eða háskóla; svo virðist sem hlaupið hafi verið yfir millistig á milli háskóla og framhaldsskóla. Hins vegar er gerð grein fyrir nýrri rannsókn (2007−2008) þar sem ég kannaði nánar íslensku þróunina og sérstaklega með tilliti til þess hvort millistig gæti verið í sjónmáli. Niðurstöður benda til þess að lagalega formlegt millistig hafi ekki verið til hér á landi en óformlega hafi það orðið til á sjöunda og tíunda áratug 20. og fyrsta áratug 21. aldarinnar. Þetta birtist í því að stofnanir tengdar framhaldsskólastiginu hafa smám saman færst nær háskólum; inntökuskilyrði hafa í mörgum tilvikum verið stúdentspróf, kennarar fara að vinna að þróunarverkefnum og námið verður viðurkennt að hluta til jafngilt háskólanámi. Smám færðist þetta nám á háskólastig. Rök eru færð fyrir því hér að sú þróun haldi áfram þar sem íslenskir háskólar eru margir og flestir fámennir á alþjóðavísu. Þar sem háskólar eru að miklu leyti fjármagnaðir samkvæmt nemendafjölda er talið líklegt að talsmenn háskólanna sækist eftir því að fá þá nemendur inn í háskólana sem annars gætu farið í nám á millistigi. Örar breytingar hafa orðið í öðrum löndum síðastliðna fjóra áratugi á skipulagi æðri menntunar (e. higher education; tertier education), en það er sú menntun sem tekur við að loknu framhaldsskólanámi. Í þessari grein mun ég nota hugtakið háskólastig þar sem það samræmist betur íslenskri málhefð en æðri menntun. Í Evrópu fyrir 1960 voru það fyrst og fremst hefðbundnir háskólar (e. university) eða sérstakar menntastofnanir með virðingarstöðu háskóla sem tóku við nemendum að loknum framhaldsskóla. Háskólarnir voru fyrir fáa útvalda. Á sjöunda áratugnum urðu kröfur um jafnrétti til náms æ háværari og í mörgum löndum var þá komið á fót millistofnunum á milli framhaldsskóla og hefðbundinna háskóla. Auk þess samræmdist þessi uppbygging kröfum atvinnulífsins um aukna menntun vinnuaflsins. Þetta voru litlar stofnanir, margar þeirra staðsettar í dreifbýli, og buðu upp á tiltölulega stutt starfsnám (tvö til þrjú ár) tengt einni atvinnugrein (Kyvik, 2004; OECD, 1991). Í mörgum löndum hafa þessar stofnanir þróast yfir í umfangsmikla fjölgreina starfsmenntaskóla. Eitt elsta dæmið um 27Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, bls. 27–45 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Hagnýtt gildi: Greinin ætti fyrst og fremst að gagnast rannsakendum og þeim sem vinna að stefnumörkun menntamála á Íslandi. Stjórnvöld geta metið stefnumörkun sína á fræðilegum grundvelli og áttað sig á því hver er líkleg og æskileg þróun mála til lengri og skemmri tíma í ljósi þessara rannsókna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.