Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 31

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 31
29 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Morphew, 1998; Jón Torfi Jónasson, 2003, 2004a; Neave, 1979). Hér er litið á bóknámsrek sem hægfara ferli sem skapast af aðgerðum ólíkra en tengdra hagsmunaaðila, svo sem ríkisins, háskólastofnana, millistofnana, fagstétta og nemenda. Fræðimenn hafa smám saman greint hugtakið bóknámsrek í nokkra yfir- og undirflokka, sjá 1. mynd hér fyrir neðan. Kerfisrek (e. system drift) vísar til kerfis- breytingar sem felst í því að kerfið verður líkara háskóla en kerfið sem horfið er frá (Neave, 1979; Kyvik, 2004; Gyða Jóhannsdóttir, 2007). Annar flokkurinn, stofnanarek (e. institutional drift), lýsir þeirri tilhneigingu stofnana sem ekki eru háskólar að sækjast eftir virðingarstöðu háskóla (Neave, 1979; Morphew, 2000; Kyvik, 2004; Jón Torfi Jónasson, 2004a; Gyða Jóhannsdóttir, 2007). Hér er litið svo á að stofnanareki megi skipta í tvo undirflokka: 1. Kennara-/deildarek (e. faculty drift) lýsir sókn einstakra kennara í hefðbundin viðmið háskóla. Þetta getur einnig átt við um deildir, til dæmis þegar deildir ákveða að ráða frekar kennara með doktorsgráðu en kennara sem annars er mjög hæfur til starfsins sökum þekkingar á starfsvettvangi (Kyvik, 2004; Jón Torfi Jónasson, 2004a). 2. Námskrárrek (e. curriculum drift) vísar til þess að námskrá starfsmenntunar sem ekki er á háskólastigi verður æ fræðilegri og bóklegri, þ.e.a.s. færist af vettvangi inn í skólastofnanir (Neave, 1979; Jón Torfi Jónasson, 2003, 2004a). Þriðji yfirflokkurinn, nemendarek (e. drift of the student body), er sú tilhneiging nemenda að kjósa í sívaxandi mæli há- skólanám í stað starfsnáms á framhalds- skólastigi. Jón Torfi Jónasson (2003, 2004a) hefur fjallað ítarlega um þessa tegund bóknámsreks. Í þessari grein er fjallað um kerfisrek og stofnanarek. Kerfisrek og stofnanarek er nátengt skipulagi háskólastigsins. Scott (1995) hefur flokkað ólík háskólakerfi samkvæmt fimmskiptu flokkunarkerfi. Kyvik (2004) hefur útfært þetta flokkunarkerfi nánar og notað það til þess að greina skipulag háskólakerfa allmargra þjóða, þar á meðal Norðurlanda að Íslandi undanteknu. Í 1. töflu hér á eftir er lýsing á flokkunarkerfi Scotts (1995) og nánari útfærslu Kyviks (2004) á kerfinu. Flokkunarkerfi Scotts er að vísu nokkur einföldun þar sem það byggist á formlegu skipulagi háskólastigsins í allmörgum löndum sem eru menningarlega og menntapólitískt ólík. Sjálfur leggur Scott áherslu á að flokkunar- kerfið taki ekki fullt tillit til menningarmunar landanna. Stjórnvöld skipuleggja ekki háskóla- stigið samkvæmt tilteknu flokkunarkerfi. Þvert á móti ráða menningarlegar og menntapólitískar aðstæður í viðkomandi landi miklu um það hvernig menntakerfið þróast. Ég held því fram að flokkunarkerfið sé í raun á tveim þrepum, þ.e.a.s. formlegu þrepi sem vísar til laga og reglugerða um menntakerfið, og svo óformlegu þrepi, en þar er átt við óformleg einkenni kerfisins; í raun breytingar sem eiga sér stað án þess að lagaramminn breytist. Kerfið er hins vegar gagnlegt við að bera saman breytingar á háskólakerfi landa yfir langan tíma og sjá hvert stefnir. Ég hef rennt stoðum undir þá skoðun (Gyða Jóhannsdóttir, 2006) að flokkunarkerfi Scotts sé nátengt hugtakinu bóknámsrek og að það endurspegli bóknámsrek hvað kerfi og stofnanir Leiðin liggur í háskólana – eða hvað? 1. mynd. Flokkun bóknámsreks í yfir- og undirflokka. Bóknámsrek Kerfisrek Stofnanarek Kennara-/deildarek Námskrárrek Nemendarek
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.