Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 33

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 33
31 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 varðar. Dæmi um slíkt er þegar kerfi breytist smám saman úr tvíhliða kerfi yfir í tvíundakerfi og að lokum í sameinað kerfi. Kerfið breytist þá í kerfi sem er nær hefðbundnum háskóla en kerfið sem horfið er frá. Til að hægt sé að mæla bóknámsrek þarf að setja fram viðmið til grundvallar. Þar sem bóknámsrek, nánar tiltekið stofnanarek, vísar til tilhneigingar stofnana, sem ekki eru háskólar, til þess að öðlast ýmis einkenni háskóla þurfa viðmiðin sem mælingar grundvallast á að endurspegla einkenni háskóla. Eitt helsta einkenni háskóla eru reglur eða fyrirmæli um iðkun rannsókna – því er m.a. kannað hvort kennarar í skólum sem ekki eru háskólar eigi að stunda rannsóknir. Annað viðmið er flokkun námsloka eða prófgráða eftir því hvort námið sem að baki liggur leiðir til háskólagráðu eða ekki. Þessi tvö viðmið byggjast á niðurstöðum rannsókna Neave (1979), Halsey (1983) og Kyvik (2004) en þær leiddu í ljós þá tilhneigingu að kennarar stofnana sem ekki eru háskólar fara smám saman að stunda rannsóknir og námið leiðir til prófs sem smám saman fær stöðu fullgildrar háskólagráðu. Ég hef auk þess ályktað um tvö af framangreindum viðmiðum en það er 1) hvort háskólatitlar eru notaðir um starfsheiti kennara og hvort 2) lýsing á framgangskerfi einstaklinga og stofnana ber keim af háskólakerfi, einkum með tilliti til þess hvort kennarar geta sótt um framgang eða ekki en einnig hvort stofnanir geta sótt um stöðu háskóla að uppfylltum sérstökum skilyrðum (Gyða Jóhannsdóttir, 2006). Í ljósi niðurstaðna úr norrænu saman- burðarrannsókninni sem sýndu að á Íslandi hafi ekki verið millikerfi, gagnstætt því sem tíðkast í öðrum löndum, finnst mér áhugavert að skoða þróun íslenska háskólastigsins nánar. Einnig er forvitnilegt að athuga sérstaklega þá þróun sem á sér stað núna. Flokkar bóknámsreks sem hér hefur verið lýst og flokkunarkerfi Scotts verður notað við þá greiningu. Í þessari grein er leitað svara við eftirfarandi spurningum: Er íslensk þróun um eitthvað frá- 1. brugðin þróuninni annars staðar á Norðurlöndum? Ef svo er, hvernig? Eru merki um breytingu á íslenska 2. háskólastiginu í sjónmáli og hvað er til marks um að svo sé? Aðferðir Í norrænu samanburðarrannsókninni (2001 −2006) var gögnum safnað á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Fyrst og fremst var byggt á greiningu opinberra heimilda (lögum, reglugerðum, skýrslum, álitum og ritum fræðimanna). Auk þess voru tekin viðtöl við lykilpersónur í hverju landi. Könnun á þróun íslenska háskólastigsins (2007−2008) er einnig byggð á greiningu opinberra heimilda (lög, lagafrumvörp, skýrslur, o.s.frv.). Flokkunarkerfi Scotts (1995) og útfærsla Kyviks (2004) voru notuð til þess að greina þróun háskólastigsins, bæði í norrænu og íslensku rannsókninni. Í norrænu rannsókninni voru fjögur viðmið notuð til að kanna stofnanarek skóla sem ekki voru háskólar. 1) Reglur eða fyrirmæli um iðkun rannsókna: Eiga kennarar að stunda rannsóknir og þá hvers konar rannsóknir? 2) Háskólagráður: Leiðir námið til háskólagráðu eða ígildis hennar? 3) Háskólatitlar, þ.e.a.s. nota kennarar háskólatitla? 4) Framgangskerfi: Geta kennarar sótt um æðri háskólatitil og geta stofnanir sótt um stöðu háskóla? Í íslensku rannsókninni eru þessi fjögur viðmið notuð en að auki er bætt við fimmta viðmiðinu, en það er stúdentspróf sem inntökuskilyrði í viðkomandi skóla. Þetta inntökuskilyrði var lengi eina skilgreiningin á íslenskum háskóla. Niðurstöður Kerfisbundin þróun norræna háskólastigsins Niðurstöður norrænu samanburðarrann- sóknarinnar sýndu að uppbygging norræna háskólastigsins fellur undir tvo flokka í kerfi Scotts. Greiningin sýndi einnig hvenær síðasta kerfisbreyting var gerð og frá hvaða kerfi var horfið, sjá 2. mynd. Leiðin liggur í háskólana – eða hvað?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.