Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 34

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 34
32 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Mynd 2 sýnir að tilhögun háskólastigsins er ólík eftir löndum. Tvíundakerfi hefur verið tekið upp í Finnlandi, Noregi og Danmörku en á mismunandi tíma. Svíþjóð og Ísland eru með sameinað kerfi en Ísland tók það upp tuttugu árum síðar en Svíþjóð og hleypur formlega yfir millikerfi að því er virðist. Ekki er þó víst að þetta sé raunin þegar óformlega þróunin er skoðuð sérstaklega og verður fjallað um það síðar. Þegar þetta er ritað hafa verið lagðar fram tillögur í Noregi sem miða að því að breyta norska tvíundakerfinu í sameinað kerfi (NOU, 2008). Myndin sýnir einnig að kerfisrek hefur átt sér stað í öllum löndunum, þ.e.a.s. það kerfi sem tekið er upp stendur nær háskólunum en kerfið sem horfið er frá. Kerfisbreyting ein og sér segir þó ekki alla söguna heldur þarf að skyggnast á bak við tjöldin og kanna hvaða þróun hefur átt sér stað, bæði hvað varðar kerfi og stofnanir. Til glöggvunar er hér yfirlit yfir heiti stofnana í norrænum háskólakerfum, sjá 3. mynd. hér á eftir. Mynd 3 sýnir að sama kerfisheitið felur í sér ólíkt fyrirkomulag og þróun kerfisins. Í Svíþjóð eru tvenns konar stofnanir í sameinuðu kerfi, universiteter og högskolor, enda hefur oft verið talað um sænska kerfið sem dulið tvíundakerfi. Í Danmörku er professionshøjskole nýjasta heitið á millikerfinu – áður hét það CVU og þar áður seminarier. 3. mynd sýnir því einnig að heiti millistofnana eru ólík eftir löndum. Hér á eftir er gerð örstutt grein fyrir kerfisþróun og bóknámsreki í hverju landi fyrir sig. Tvíundakerfin í Finnlandi, Noregi og Danmörku Í finnska tvíundakerfinu eru annars vegar hefðbundnir háskólar og sérstakir skólar með stöðu háskóla og hins vegar tækniskólar (e. polytechnics). Um miðjan áttunda áratuginn útvíkkuðu Finnar háskólastigið; stækkuðu þá háskóla sem fyrir voru og stofnuðu nýja. Í lok níunda áratugarins varð ljóst að háskólarnir gátu ekki tekið við öllum nemendum sem luku stúdentsprófi, miðað við þann ramma sem þeim var settur; háskólanám var einnig mjög langt þar sem Finnar lögðu B.A. gráðu niður í lok áttunda áratugarins og höfðu aðeins meistaragráðu á háskólastiginu. Auk þess þóttu möguleikar starfsmenntaskólanna á 2. mynd. Flokkun á skipulagi æðri menntunar á Norðurlöndum árið 2008 skv. flokkunarkerfi Scotts (1995) og útfærslu Kyviks (2004) á kerfinu, og yfirlit yfir helstu breytingar. Háskólaráðandi Tvíhliðakerfi Tvíundakerfi Sameinað kerfi kerfi Finnland 1992 Noregur 1994 ............................ ? Danmörk 2000 Svíþjóð 1977 Ísland 1997 Tvíundakerfi Sameinað kerfi Danmörk Universitet Professionshøjskole Noregur Universitet Højskole Finnland Universitet Polytechnics Svíþjóð Universitet − Högskola Ísland Háskóli 3. Mynd. Yfirlit yfir heiti stofnana samkvæmt norrænum háskólakerfum 2008 Gyða Jóhannsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.