Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 42

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 42
40 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 fagnám og myndu fagnámsdeildir auðvelda þeim að fá til starfa hæfa kennara sem þekkja vel til vettvangs. Síðast en ekki síst gæti hagnýtt nám á slíku millistigi orðið valkostur sem myndi henta áhugasviði og getu ýmissa nemenda betur en akademískt háskólanám. Þetta er svarið við því hvers vegna þurfi að koma á fót millistigi þó að hér hafi verið sýnt fram á að með tímanum færist lægri skólastig nær háskólunum hvort eð er sbr. bóknámsrekið sem hér hefur verið fjallað um. Sú þróun tekur vitaskuld tíma og engin ástæða er til þess að gera þetta í stórum stökkum. Norðmenn virðast ætla að koma þessu á í nokkrum skrefum en þar hefur tekist að styrkja greinarnar á eigin forsendum. Þær fara ekki beint inn í starfsumhverfi háskólanna úr starfsumhverfi framhaldskólans heldur eru þær um nokkurn tíma í stofnunum sem eru á milli framhladsskóla og háskóla. Ef síðari kosturinn yrði ofan á er ljóst að allt nám að loknum framhaldsskóla færi inn í háskólana sem eru að reyna að styrkja sjálfsmynd sína sem háskólar, þ.e. að haga þróun sinni í samræmi við alþjóðahugmyndir um háskóla, og þar vegur rannsóknarþátturinn þungt. Rannsóknir hafa sýnt að þetta reynist nýjum háskólastofnunum þungur róður og tekur langan tíma. Ellen Hazelkorn (2005) hefur rannsakað hvernig tuttugu og fimm nýjum háskólastofnunum (stofnaðar eftir 1970) í sautján OECD-löndum gekk að setja rannsóknir í forgang og að finna jafnvægi á milli rannsókna og kennslu. Niðurstöður leiddu m.a. í ljós að nýjar háskóla stofnanir skynjuðu mikinn mun á möguleikum hefðbundinna háskóla og nýrra háskólastofnana á því að stunda rannsóknir. Forsvarsmönnum þeirra fannst jafnvel að yfirvöld drægju taum hefðbundinna háskóla í þessum efnum, bæði meðvitað og ómeðvitað, og ykju þannig á aðstöðumun þessara tveggja tegunda stofnana. Þá höfðu margir kennarar nýju stofnananna einkum verið ráðnir til kennslu í tilteknu starfsnámi; rannsóknir höfðu ekki verið tilgreindar í samningnum og skorti suma kennarana alla rannsóknarþjálfun. Háskóli Íslands, sem stækkar verulega eftir sameininguna við Kennara háskóla Íslands, hefur sett sér það markmið að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi. Mikil áhersla er lögð á rannsóknarvirkni háskólakennara. Kröfur hafa verið hertar um þennan starfsþátt háskólakennara til að styrkja skólann í rannsóknarhlutverki sínu. Annað meginmarkmið er að fjölga doktorsnemum við skólann (Háskóli Íslands, 2006). Í stefnu Háskólans í Reykjavík næstu tólf til þrjátíu og sex mánuði er meðal annars stefnt að því að fjölga kennurum með doktorspróf og fjölga birtingum í ritrýndum tímaritum (Háskólinn í Reykjavik, 2008). Hinir skólarnir reyna að fylgja á eftir, sbr. 3. töflu. Ef viðbótarnámi framhaldsskólanna verður komið fyrir í þessu umhverfi mun það ekki þróast á eigin forsendum heldur á forsendum háskóla sem margir hverjir leggja allt kapp á að styrkja sig í sessi sem fullgildir háskólar. Hér er því alls ekki haldið fram að sumt starfsnám þurfi ekki á rannsóknum að halda, heldur verður að gæta þess að nám má skipuleggja með margvíslegum hætti, og að mínu mati er ekki ráðlegt að mælistikur alþjóðlegs rannsóknarháskóla gildi um allt starfsnám. Þessi leið hefur einnig í för með sér að námsframboð fyrir nemendur sem lokið hafa framhaldsskólaprófi verður einsleitt varðandi verklag og kröfur og gildi rannsóknarháskóla verða þar ráðandi. Það námsumhverfi hentar tæpast öllum nemendum. Hafa ber í huga að brottfall úr framhaldsskóla er hátt á Íslandi. Niðurstöður könnunar á vegum Evrópuráðsins leiða í ljós að árið 2003 var brottfall 18−24 ára um 27%. Einungis þrjú lönd voru með hærra brottfall úr framhaldsskóla en Ísland (European Commission Directorate General for Education and Culture, 2005). Í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er kveðið á um nýtt framhaldsskólapróf sem er þriggja til fjögurra missera nám og í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að það er tilraun til að styrkja framvindu nemenda í framhaldsskóla og sjá til þess að þeir ljúki prófum. Ekki er minnst á viðbótarnám fyrir þennan hóp (Frumvarp til laga um framhaldsskóla, 2008). Þessi tilraun Gyða Jóhannsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.