Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 50

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 50
48 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Krane 2000; Whiston, Brecheisen og Stephens, 2003) en að mörgu er að hyggja þegar velja skal árangursríkar leiðir við ráðgjöf. Hafa Brown og Rector (2008) meðal annars bent á að ítarlegt mat á vanda ráðþega í ákvarðanatöku um nám og störf auðveldi val á ráðgjafaraðferðum sem gagnast einstaklingnum. Við Florida State University (FSU) hefur verið þróað líkan um náms- og starfsráðgjöf sem kallast líkan um hugræna úrvinnslu upplýsinga (Cognitive Information Processing Approach; CIP). Þar er vandi ráðþega metinn með því að kanna hamlandi hugsanir (e. dysfunctional thoughts) sem koma í veg fyrir að hann geti tekið ákvörðun um nám eða starf. Út frá stuttu viðtali við ráðþega og niðurstöðum spurningalista um hamlandi hugsanir, Career Thoughts Inventory (CTI) (Sampson, Peterson, Lenz, Reardon og Saunders, 1996a), er metið hvers konar ráðgjöf henti ráðþega og ráðgjafarsetrinu best. Í boði er fjölbreytt þjónusta í takt við þarfir hvers og eins, svo sem hópráðgjöf, kennsla og sjálfstæð upplýsingaleit (Sampson, Peterson, Reardon og Lenz, 2000). Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands var með þeim fyrstu hér á landi sem hófu að veita ráðgjöf við val á námi og störfum og hefur þjónustan farið ört vaxandi undanfarin ár (Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, 2007). Til að koma til móts við kröfu stjórnvalda um aukna skilvirkni hefur stofnunin haft hug á að taka upp í starfsemi sinni svipað líkan og notað er í Flórída. Líkanið er byggt á skýrum kenningalegum grunni og lýsir því hvernig lagt er mat á þörf ráðþega fyrir ráðgjöf og hvernig úrræði mæti þörfum ólíkra ráðþega best (Sampson, Reardon, Peterson og Lenz, 2004). Þar sem áhersla er lögð á að meta hamlandi hugsanir tengdar ákvörðunum um nám og störf er ein af forsendum þess að hægt sé að nota þessa leið í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands að kanna hvort matslistinn um hamlandi hugsanir (CTI) virkar sem skyldi meðal háskólanema hérlendis. Markmið þessarar rannsóknar er því að kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar matslistans. Kenning um hugræna úrvinnslu upplýsinga við ákvörðun um nám og starf Náms- og starfsráðgjafar við NSHÍ, og víðar, hafa nýtt sér bæði kenningar og matstæki frá Bandaríkjunum í ráðgjöf um náms- og starfsval (Félag náms- og starfsráðgjafa, 1998; Ægisdóttir og Einarsdóttir, í prentun). Ber þar helst að nefna kenningar um starfsáhuga og áhugakannanir en þær eru notaðar til að aðstoða ráðþega við að öðlast betri þekkingu á sjálfum sér og vinnumarkaðnum (Harmon, 1999). Kenningar um starfsáhuga beina sjónum að persónulegum einkennum einstaklingsins og upplýsingum um vinnumarkaðinn, þ.e. hvað ráðþegi þurfi að vita til að geta tekið ákvörðun (Sharf, 2006). Á hinn bóginn hefur hingað til lítil áhersla verið lögð á að meta hvernig ráðþegi ber sig að við ákvarðanatöku. Auk sjálfsþekkingar er nauðsynlegt að skoða ákvarðanatökuferlið sem á sér stað hjá einstaklingum sem eru að velja sér nám og starf því vandi ráðþega getur legið í ákvarðanatökunni sjálfri (Brown og Rector, 2008). Kenningar um ákvarðanatöku (e. career decision-making theories) eru ýmist lýsandi, þ.e. lýsa því hvernig fólk ber sig gjarnan að við ákvarðanatöku (e. descriptive) eða stýrandi, þ.e. sýna hvernig best er að taka ákvarðanir (e. prescriptive) (Sharf, 2006). Kenningin um hugræna úrvinnslu upplýsinga (Cognitive information processing theory; CIP) er stýrandi og þar er lögð áhersla á að leiðrétta ákvarðanatökuferlið. Það sem hún hefur umfram aðrar kenningar á þessu sviði er að ólíkar ráðgjafaraðferðir eru notaðar saman, svo sem áhugasviðskannanir og vinnubækur, auk þess sem henni fylgir líkan um heildstæða nálgun í náms- og starfsráðgjöf fyrir ráðgjafarsetur (Lenz, Reardon, Peterson og Sampson, 2001; Sampson o.fl., 2004). Er þetta eina kenningin þar sem lögð er áhersla á að meta og leiðrétta ákvarðanatökuna sjálfa ásamt því að útfæra þjónustu á sviði náms- og starfsráðgjafar. Kenningin um hugræna úrvinnslu upplýsinga (CIP) (Peterson, Sampson og Reardon, 1991; Sampson o.fl., 2004) á rætur að rekja til María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.