Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 52

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 52
50 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 ákvarðanatöku einstaklingsins og þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli þekkingar hans á sjálfum sér og vinnumarkaði og færni til að taka ákvarðanir um nám og störf (Sharf, 2006, sjá nánar í Sampson o.fl., 2004). Þróun spurningalista um hamlandi hugsanir við val á námi og störfum CTI-spurningalistinn var þróaður til að meta hvers konar hamlandi hugsanir komi fram í ákvarðanatöku um nám og störf hjá ráðþega og segja þannig til um hversu tilbúinn viðkomandi er að taka ákvörðun (Sampson o.fl., 2000; Sampson o.fl., 2004). Við þróun CTI-listans bjuggu höfundar til safn atriða sem byggjast á skilgreiningum þeirra á hamlandi hugsunum í tengslum við öll innihaldssvið pýramídans (Peterson o.fl., 1991) og raunverulegum staðhæfingum ráðþega sem höfundar höfðu veitt ráðgjöf (Sampson, Peterson, Lenz, Reardon og Saunders, 1996b). Atriðin voru lögð fyrir háskólanema og leiddi þáttagreining í ljós að hamlandi hugsanir væri hægt að greina í þrjá meginþætti. 1. Ringulreið (e. Decision Making Confusion; DMC) endurspeglar erfiðleika einstaklings við að hefja ákvarðanatökuferlið eða halda því gangandi. Ástæðurnar geta verið kvíði eða aðrar tilfinningar sem tengjast því að taka ákvörðun um nám og starf eða að einstaklinginn skorti skilning á því hvernig slíkar ákvarðanir eru teknar. Kvarðinn tengist erfiðleikum á boðskipta- (C), greiningar- (A) og samantektar- (S) sviðum CASVE-hringsins. 2. Skuldbindingarkvíði (e. Commitment Anxiety; CA) vísar til ótta eða kvíða sem fylgir erfiðleikum við að koma ákvörðun um nám eða starf í framkvæmd. 3. Togstreita (e. External Conflict; EC), endurspeglar erfiðleika einstaklingsins við að halda jafnvægi á milli eigin skoðana og annarra á upplýsingum um sjálfan sig og störf. Í þeim tilfellum getur viðkomandi orðið tregur til að axla ábyrgð á eigin ákvörðunum. Kvarðarnir ringulreið og togstreita tengjast báðir matsstigi (V) CASVE- hringsins (Sharf, 2006). 2. mynd. Ferli við lausn á vanda og ákörðunartöku (The five stages of the CASVE cycle). Úr Peterson / Sampson, Jr. / Reardon. Career Development and Services, 1E. © 1991 Wadsworth, hluti af Cengage Learning, Inc. Endurprentað með leyfi. www.cengage.com/permissions. Execution (forming strategies) Communication (identifying a gap) External or internal problem signals Analysis (interrelating problem components) Synthesis (creating likely alternatives) Valuing (prioritizing alternatives) María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.