Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 54
52 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 var 97,5%. Skráðir nemendur í námskeiðunum fjórtán voru 569 (Nemendaskrá Háskóla Íslands, 2006) og 9.471 nemandi stundaði nám við Háskóla Íslands þegar gagnasöfnun fór fram (Háskóli Íslands, 2007). Úrtak ráðþega. Einnig var tekið úrtak ráðþega úr hópi rúmlega 350 einstaklinga sem leituðu ráðgjafar við val á námi og starfi í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) veturinn 2006-2007. Voru 153 einstaklingar úr þessum hópi beðnir um að svara CTI-listanum ásamt fjórum fullyrðingum um ástæður komu á sérhönnuðum skimunarlista þar sem spurt var hvort viðkomandi leitaði til NSHÍ vegna vanda sem tengdist náms- og starfsvali. Alls sögðust 93 þeirra eiga í slíkum vanda og mynduðu þeir úrtak ráðþega. Þar af voru 58 konur (64%) og 33 karlar (36%) en tveir gáfu ekki upp kyn. Ráðþegar voru á aldrinum 19 til 54 ára, meðalaldur var 24,8 ár (sf = 6,4 ár). Þriðjungur ráðþega voru skráðir nemendur við Háskóla Íslands (34%), tæplega helmingur þeirra (46%) var ekki í námi og jafnmargir voru í framhaldsskóla (10%) og öðrum skólum (10%). Matstæki CTI-spurningalistinn metur hamlandi hugsanir einstaklings sem tengjast ákvörðun um nám eða starf. Listinn samanstendur af 48 fullyrðingum, svo sem Ég veit ekki af hverju ég get ekki fundið námsgrein eða starf sem vekur áhuga minn og Skoðanir mínar á störfum breytast iðulega, sem svarað er með því að merkja við á fjögurra punkta kvarða frá Mjög ósammála = 0, Ósammála = 1, Sammála = 2 og Mjög sammála = 3. Gefin er heildareinkunn fyrir kvarðann og er honum einnig skipt í þrjá undirkvarða, Ringulreið (DMC), Skuldbindingarkvíða (CA) og Togstreitu (EC). Niðurstöður svara eru lagðar saman innan hvers kvarða og fyrir listann í heild, hærri niðurstöðutala er til marks um meiri hamlandi hugsanir (Sampson o.fl., 1996b). Fyrsti undirkvarðinn, ringulreið, endurspeglar erfiðleika einstaklings við að hefja ákvarðanatökuferlið eða halda því gangandi. Hann samanstendur af fjórtán atriðum, t.d. Ég hef ekki áhuga á neinni sérstakri námsgrein eða starfi og Ég er svo ráðvillt/ur. Ég mun aldrei geta valið námsgrein eða starf. Skuldbindingarkvíði vísar til ótta eða kvíða sem fylgir erfiðleikum við að koma ákvörðun um nám eða starf í framkvæmd. Hann samanstendur af tíu atriðum, t.d. Það er erfiðast að sætta sig við að þurfa að velja aðeins eina námsgrein eða eitt starf og Skoðanir mínar á störfum breytast iðulega. Þriðji kvarðinn, togstreita, sem inniheldur fimm atriði, endurspeglar erfiðleika einstaklings við að halda jafnvægi (e. balancing) á milli eigin skoðana og annarra á upplýsingum um hann sjálfan og störf. Þegar svo er getur viðkomandi orðið tregur til að taka ábyrgð á ákvörðunum sínum. Atriði eins og Skoðanir þeirra sem standa mér næst hafa truflandi áhrif á mig þegar ég stend frammi fyrir því að þurfa að velja mér nám eða starf falla undir togstreitu. Framkvæmd Við þýðingu CTI-listans var stuðst við leiðbeiningar um þýðingar á erlendum matstækjum (Ægisdóttir, Gerstein og Çinarbas, 2008). Þrír náms- og starfsráðgjafar, þar af tveir tvítyngdir, þýddu CTI-listann hver fyrir sig og úr þeim þýðingum var mynduð ein þýðing sem sérfræðingur í náms- og starfsráðgjöf yfirfór. Þýðingin var lesin yfir af íslenskufræðingi og lögð fyrir rýnihóp sem samanstóð af fjórum stúdentum á fyrsta ári í háskólanámi. Í framhaldi af frumprófun og lagfæringum á henni var íslenska þýðingin send í bakþýðingu til bandarísks háskólakennara sem búsettur er á Íslandi og er sérfræðingur á sviði enskukennslu. Bakþýðingin og íslenska þýðingin voru sendar til útgefanda prófsins, Psychological Assessment Resources (PAR) með ósk um leyfi til að nota íslensku útgáfuna á CTI í rannsókninni. Höfundar CTI-listans gerðu nokkrar athugasemdir við þýðingar á einstöku orðum en þau mál voru leyst í samráði við þá. Að fengnu samþykki höfunda var hafist handa við gagnasöfnun. Gagnasöfnun í úrtaki almennra stúdenta María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.