Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 55

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 55
53 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 hófst í september árið 2006. Var CTI-listanum dreift til allra nemenda sem mættir voru í kennslustund í þeim fjórtán námskeiðum sem dregin höfðu verið af lista yfir öll námskeið sem kennd voru við HÍ haustið 2006. Á sér blaði fremst var bréf þar sem tilgangur rannsóknarinnar var kynntur. Rannsóknin var einnig kynnt í stuttu máli munnlega og þátttakendur hvattir til að lesa vel leiðbeiningar á fremstu síðu CTI-listans áður en þeir svöruðu. Jafnframt var útskýrt að svör þátttakenda væru nafnlaus, það væri ekki skylda að svara listanum og þeir sem vildu ekki svara voru beðnir um að skila listanum auðum. Gagnasöfnun í úrtaki ráðþega stóð yfir frá lokum október 2006 fram í byrjun maí 2007. Starfsmaður í móttöku bað þá sem leituðu til Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands á þessu tímabili, og merktu við Námsval á skráningarblaði NSHÍ, um að svara CTI- listanum ef hann taldi þá þurfa frekar á ráðgjöf en hagnýtum upplýsingum að halda, svo sem um val á námskeiðum. Tekið var fram munnlega að ekki væri skylda að taka þátt í rannsókninni og viðkomandi beðinn um að setja listann óútfylltan í kassa ef hann vildi ekki svara. Sama kynningarbréf fylgdi listanum í þessari gagnasöfnun og þeirri fyrri. Auk CTI-spurningalistans voru þátttakendur beðnir um að svara skimunarlista með fjórum spurningum um það hvers vegna þeir væru að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður Áreiðanleiki listans í heild og undirkvarðanna þriggja var fyrst kannaður og þeir atriðagreindir. Til að kanna réttmæti var þáttabygging (e. factor structure) svara metin og skoðað hvort hún væri sambærileg við upprunalegu útgáfuna (Sampson o.fl., 1996b). Einnig var athugað hvort CTI-listinn hefði greiningargildi og greindi á milli svara stúdenta og ráðþega eins og hann var hannaður til að gera (Sampson o.fl., 1996b). Áreiðanleiki Byrjað var á að skoða dreifingu svara á öllum atriðum í hvorum hópi fyrir sig, almennum stúdentum og ráðþegum. Stúdentar nýttu alla svarmöguleika við öll atriði CTI-listans nema við atriði númer 9, 18 og 24, þar sem enginn merkti við mjög sammála. Ráðþegar merktu einnig við alla svarmöguleika á atriðum CTI- listans nema við atriði númer 15, 18 og 23, þar sem enginn merkti við mjög sammála. Áreiðanleiki var metinn með því að reikna innri áreiðanleika (Cronbach´s Alfa) á heildarkvarða CTI og fyrir undirkvarðana. Eins og sjá má í 1. töflu. reyndist áreiðanleikinn yfir 0,90 á kvarðanum í heild og á undirkvarðanum ringulreið en öllu lægri á hinum tveimur kvörðunum, eins og búist var við, þó aldrei lægri en 0,76. Atriðagreining leiddi í ljós að í hópi stúdenta Íslensk þýðing og þáttabygging CTI 1. tafla. Áreiðanleiki og fylgni atriða við heildarskor CTI-spurningalistans og undirkvarða hans Kvarði Fjöldi atriða Innri áreiðanleiki Fylgni milli atriða Fylgni atriða við eigin kvarða Stúdentar (n = 314) CTI 48 0,96 0,01 - 0,74 0,30 - 0,76 Ringulreið (DMC) 14 0,92 0,21 - 0,74 0,43 - 0,75 Skuldbindingarkvíði (CA) 10 0,85 0,11 - 0,61 0,30 - 0,70 Togstreita (EC) 5 0,76 0,28 - 0,54 0,43 - 0,61 Ráðþegar (n = 93) CTI 48 0,95 - 0,22 - 0,71 - 0,01 - 0,77 Ringulreið (DMC) 14 0,90 0, 07 - 0,68 0,34 - 0,76 Skuldbindingarkvíði (CA) 10 0,82 - 0,05 - 0,51 0,26 - 0,68 Togstreita (EC) 5 0,76 0,03 - 0,60 0,24 - 0,68 CTI = Career Thoughts Inventory; DMC = Decision Making Confusion; CA = Commitment Anxiety; EC = External Conflict.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.