Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 56

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 56
54 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 sýndu öll atriðin fylgni upp á 0,30 eða hærri við eigin kvarða. Í úrtaki ráðþega reyndust fimm atriði (númer 2, 7, 17, 37 og 42) hafa lága fylgni við heildarkvarða CTI auk þess sem atriði 17, Áhugamál mín eru alltaf að breytast, á skuldbindingarkvíða og atriði 23, Ég veit hvaða starf mig langar að takast á hendur, en einhver er alltaf að leggja stein í götu mína, á togstreitukvarðanum höfðu lága fylgni við eigin kvarða (sjá 1. töflu). Réttmæti Þegar réttmæti CTI-listans var kannað var tekið mið af þeim aðferðum sem höfundar notuðu í eigin rannsóknum við þróun listans. Byrjað var á að nota meginþáttagreiningu (e. principal component analysis) á svör íslensku stúdentanna (n = 314) við öllum spurningunum 48 í listanum. Notað var skriðupróf (Cattel´s scree test) til að ákvarða fjölda þátta eins og oft er gert þegar þátttakendur eru fleiri en 300 og meðalþáttaskýring er 0,6 eða lægri (Field, 2005). Þar sem þriðji og fjórði þáttur lágu þar sem hallinn á skriðuprófinu minnkaði var meginþáttagreiningu með hornréttum snúningi (e. varimax rotation) beitt á gögnin, fyrst með fjórum þáttum og síðan þremur. Hornskökkum snúningi (e. oblique rotation) var einnig beitt á þriggja þátta lausnina (Kaiser-Meyer- Olkin = 0,941; Bartlett´s próf marktækt við 0,0001). Þriggja þátta lausn skýrði 42,6% af heildardreifingu breyta hjá íslenskum stúdentum, sem er minna en þriggja þátta lausn skýrði hjá bandarískum háskólastúdentum (47,3%) (Sampson o.fl., 1996b). Þriggja þátta lausn með hornréttum snúningi var auðtúlkanlegust í gögnum íslensku stúdentanna og í mestu samræmi við bandarísku niðurstöðurnar (Sampson o.fl., 1996b) en þó ekki að fullu sambærileg. 2. tafla. sýnir þáttahleðslur allra atriða eftir kvörðum fyrir þessar tvær þáttagreiningar. Öll tíu atriðin sem tilheyra skuldbindingarkvíða hlóðu hæst á fyrsta þátt. Átta atriði af fjórtán á ringulreiðarkvarðanum hlóðu hæst á þátt tvö og tólf af fjórtán atriðum kvarðans náðu 0,30 hleðslu. Hins vegar skera sex atriði, sem tilheyra ringulreið samkvæmt höfundum CTI, sig úr hvað varðar hleðslu á þátt tvö (sjá 2. töflu.). Af þessum sex eru tvö sem ekki ná 0,30 hleðslu á þann þátt og öll hlaða þau hærra á fyrsta þátt, sem túlka má að öðru leyti sem skuldbindingarkvíða. Þau atriði sem koma einna verst út eru númer 36. Ég mun aldrei vita nógu mikið um þau störf sem í boði eru til að geta valið vel og atriði númer 16. Ég hef margsinnis áður reynt að finna gott starf, en ég get ekki ákveðið hvaða starf hentar mér best. Hin fjögur atriðin eru: 20. Það er svo margslungið að velja sér starf að ég get bara ekki hafist handa við það; 28. Því meira sem ég reyni að skilja sjálfa/n mig og afla mér upplýsinga um störf því ráðvilltari og vonlausari verð ég; 43. Mér finnst vandræðalegt að segja öðrum frá því að ég sé ekki búin/n að velja mér námsgrein eða starf og 44. Það er svo margslungið að velja sér starf að ég kem aldrei til með að geta valið vel. Niðurstöðurnar voru einna skýrastar fyrir togstreitukvarðann (EC) þar sem öll fimm atriðin sem honum tilheyra hlóðu hæst á þriðja þátt. (Atriðin í 2. töflu. eru birt sem númer án viðeigandi fullyrðingar vegna skilyrða sem PAR, útgefandi CTI-listans, setti þegar veitt var leyfi fyrir notkun hans í þessari rannsókn.) Innbyrðis fylgni á milli CTI-heildarlistans og undirkvarðanna þriggja var á bilinu 0,51 – 0,93 hjá íslensku stúdentunum sem er sambærilegt og hjá höfundum (0,52 – 0,92) þegar þeir notuðu meginþáttagreiningu og hornréttan snúning á gögn bandarískra stúdenta (Sampson o.fl., 1996b). Vegna þessarar fylgni sem höfundar fundu á milli kvarða CTI þáttagreindu þeir gögnin aftur með hornskökkum snúningi og fengu staðfestingu á þriggja þátta lausn hjá stúdentum (Sampson o.fl., 1996b). Þegar þáttalausnir landanna eru bornar saman er þáttalausnin fyrir íslenska úrtakið að ýmsu leyti frábrugðin þáttalausn höfunda CTI fyrir bandaríska úrtakið. Þáttahleðslur atriða í bandarísku gögnunum á undirkvarðana ringul- reið (DMC = 0,57 - 0,80), skuldbindingarkvíða (CA = 0,41 – 0,77) og togstreitu (EC = 0,57 – 0,70) voru hærri en í þessari rannsókn (sjá 2. töflu.) og hlóðu öll hæst á viðkomandi kvarða María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.