Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 60

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 60
58 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 er að fá inngöngu í bandaríska háskóla og skólagjöld að jafnaði umtalsverð. Þá hafa íslenskir háskólastúdentar margir hverjir unnið með námi eða tekið hagstæð námslán hjá íslenska ríkinu. Lerkkanen og félagar (2007) telja mögulegt að eðli og umfang hamlandi hugsana við val á námi og störfum geti verið mismunandi á milli landa og að endurskoða þurfi einstök atriði CTI-listans með hliðsjón af því í hverju landi. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að svo sé. Þar sem niðurstöður þáttagreiningar á sameinuðu úrtaki stúdenta og ráðþega eru sambærilegar við niðurstöður á úrtaki stúdenta styrkir það þá túlkun að þáttabygging sé ólík á Íslandi og í Bandaríkjunum. Það gefur tilefni til að íhuga hversu viðeigandi atriðin eru, fyrir íslenska menningu, námsframboð og vinnumarkað, sem ekki falla undir þá undirkvarða sem kenningin um hugræna úrvinnslu upplýsinga gerir ráð fyrir. Endurskoðun þessara atriða gæti varpað skýrara ljósi á mögulegt notagildi listans í náms- og starfsráðgjöf hérlendis. Hægt er að nota CTI-listann og túlka niðurstöður hans út frá heildarniðurstöðum, niðurstöðum á undirkvörðum og út frá einstökum atriðum. Heildarniðurstaða einstak- lings á CTI-listanum gefur vísbendingu um umfang hamlandi hugsana og hversu tilbúinn viðkomandi er til að velja sér nám og starf. Út frá heildarniðurstöðum listans er áætlað hvers konar ráðgjöf viðkomandi hefur þörf fyrir. Undirkvarðar eru notaðir á síðari stigum ráðgjafar til að skoða betur eðli hamlandi hugsana og frekari þarfir ráðþega (Sampson o.fl., 1996b). Ráðþegar sem fá lágt á CTI- listanum í heild sinni eru tilbúnir til að taka ákvörðun og þurfa lágmarksaðstoð náms- og starfsráðgjafa, til að mynda leiðbeiningar við upplýsingaleit. Ráðþegar sem fá hátt þjást hins vegar meira af hamlandi hugsunum og eru síður tilbúnir til að taka ákvörðun. Þessir einstaklingar þurfa þar af leiðandi meiri ráðgjöf, svo sem hópráðgjöf, kennslu eða einstaklingsráðgjöf, til að geta valið sér nám eða starf (Sampson o.fl., 2000; Sampson o.fl., 2004). Það styrkir því notagildi listans í heild að ráðþegar mældust hærra en aðrir stúdentar á öllum kvörðum, en það bendir til meiri hamlandi hugsana hjá þeim fyrrnefndu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður höfunda CTI-listans og benda til þess að íslensk útgáfa hafi það greiningargildi sem henni var ætlað (Sampson o.fl., 1996b). Hagnýtt gildi þess að íslensk útgáfa CTI- listans greini á milli þessara hópa felst í því að þá er til að mynda unnt að nota listann í rannsóknarskyni til að meta áhrif mismunandi aðferða í náms- og starfsráðgjöf á nemendur eins og opinberir aðilar mælast til (Stone og Dahir, 2004; Þingsályktun Alþingis um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum, 2007). Undanfarnir áratugir hafa einkennst af uppbyggingu náms- og starfsráðgjafar í skólakerfinu (Menntamálaráðuneytið, 2007) og víðar (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2007). Á Íslandi, eins og víða erlendis, er orðið aðkallandi að meta gagnsemi náms- og starfsráðgjafar fyrir ráðþega (Stone og Dahir, 2004). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að heildarniðurstöður CTI-listans geti nýst við endurskipulagningu á þjónustu náms- og starfsráðgjafar þar sem lögð væri aukin áhersla á að finna í hverju vandi einstaklingsins við að taka ákvörðun um nám og starf liggur. Matstækið gerir náms- og starfsráðgjöfum fært að velja það inngrip sem gagnast ráðþega best og auka skilvirkni stofnunarinnar. CTI gerir okkur þannig betur kleift að finna út hvers konar ráðgjöf gagnast hverjum og undir hvaða kringumstæðum eins og kallað hefur verið eftir í úttektum á árangri náms- og starfsráðgjafar (Whiston og Rahardja, 2008). Abstract An Icelandic translation and factor structure of the CTI: Assessing dysfunctional thinking in career decision making Career counseling has been a fast growing practice in Iceland. The main efforts have been María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.