Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 65

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 65
63 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf: Viðtöl við skólastjóra og tónmenntakennara í íslenskum grunnskólum Helga Rut Guðmundsdóttir Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Hagnýtt gildi: Tvær kannanir hafa verið gerðar á útbreiðslu tónmenntakennslu um land allt. Önnur kom út 1983 og hin 2003. Síðari könnunin var gerð með stafrænni spurningalistakönnun og þóttu niðurstöður ekki nægilega traustar þar sem um fjórðungur skóla svaraði ekki könnuninni. Í rannsókninni sem hér er gerð voru teknar saman upplýsingar um tónmenntakennslu í öllum grunnskólum á landinu. Gerð er grein fyrir stöðu námsgreinarinnar tónmenntar með samanburði við fyrri kannanir. Niðurstöðurnar veita mikilvægar upplýsingar sem styðjast má við í mótun stefnu í tónlistarmenntun grunnskólabarna og menntun tónmenntakennara. Ágrip: Reglulega heyrast raddir í þjóðfélaginu um stöðu námsgreinarinnar tónmenntar í íslenskum grunnskólum. Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér er greint frá var að draga upp mynd af útbreiðslu tónmenntakennslu og aðstæðum til kennslunnar. Tekin voru viðtöl við skólastjóra í níu af hverjum tíu skólum á landinu öllu auk nítján starfandi tónmenntakennara. Skoðaðar voru námskrár, lög og reglugerðir um námsgreinina aftur í tímann í þeim tilgangi að gera grein fyrir þróun hennar. Niðurstöður leiddu í ljós að tónmennt hefur verið vaxandi þáttur í skólastarfi í íslenskum skólum síðastliðna áratugi. Þar sem tónmennt er kennd eru aðstæður til kennslunnar víða góðar. Í ljós kom að í skólum sem ekki bjóða upp á kennslu í tónmennt vantar talsvert upp á aðstæður til slíkrar kennslu og gæti það skýrt að hluta hvers vegna þessir skólar eiga erfitt með að ráða til sín tónmenntakennara. Rætt er um mikilvægi þess að skoða nýjar leiðir til að efla hlut tónlistar í menntun grunnskólabarna. Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 63–76 Námsgreinin tónmennt á sér tæplega fjögurra áratuga sögu í íslenskum grunnskólum. Hug- takið tónmennt náði almennri útbreiðslu í skólakerfinu eftir árið 1970. Fyrsta námsefnið sem bar heitið „Tónmennt“ var gefið út af Námsgagnastofnun árið 1981 en tilraunakennsluefni í tónmennt hafði verið kennt í nokkur ár á undan. Fyrsta aðalnámskráin sem fjallaði um námsgreinina tónmennt var Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 1976. Áður en námsgreinin tónmennt kom til sögunnar voru orðin „söngur“ og „söngkennsla“ notuð yfir kennslu tónlistar á barna- og gagnfræðaskólastiginu (Reglugerð um kennaramenntun í söng og tónlist, 1959; Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, 1960). Ljóst er að orðið tónmennt var tekið upp með það fyrir augum að víkka svið tónlistar í menntun barna á fræðsluskyldualdri þannig að það tæki til fleiri þátta en söngs. Þar kom einnig til þörf á aðgreiningu frá orðunum tónlistarkennsla og tónlistarkennari sem notuð voru um hljóðfærakennslu og hljóðfærakennara í tónlistarskólum (Reglugerð um kennaramenntun í söng og tónlist, 1959). Þeir námsþættir tónlistar auk söngs sem bætt var í námskrá undir hatt námsgreinarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.