Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 71

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 71
69 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf kennd (n = 159) skólaárið 2004–2005 voru spurðir um aðstöðu til tónmenntakennslunnar. Í ljós kom að yfir landið allt gátu 62 af hundraði státað af sérbúnum tónmenntastofum. Annars staðar var tónmennt kennd í fjölnotastofum, almennum bekkjarstofum, í sölum eða á ýmsum stöðum í skólunum. Vegna þess hversu algengt var að engin tónmenntastofa væri í litlum og fámennum skólum úti á landi þótti ástæða til að skoða tölurnar í Reykjavík sérstaklega. Í ljós kom að af Reykjavíkurskólunum höfðu 78 af hundraði sérbúnar tónmenntastofur og var hlutfallið svipað í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þar sem tónmennt var kennd voru skólastjórar spurðir um annan aðbúnað sem tilheyrir tónmenntakennslu, svo sem hljóðfæri, hljómflutningstæki og tölvur. Í svörum þeirra kom fram að algengast er að tónmenntastofur séu búnar píanói eða hljómborðshljóðfæri, auk hljómflutningstækja. Skólahljóðfæri eru mjög algeng en samt ekki alls staðar fyrir hendi þó að tónmennt sé á stundaskránni. Tölvur eru sjaldnast taldar upp sem tækjakostur við tónmenntakennslu, en tæpur helmingur aðspurðra gaf upplýsingar um tölvubúnað sem tækjakost við tónmenntakennslu í skólum sínum. Á 5. mynd má sjá prósentutölur sem lýsa umræddum aðbúnaði í skólum þar sem tónmennt er kennd. Ef borin er saman píanóeign samkvæmt svörum skólastjóra í skólum með og án tónmenntakennslu kemur í ljós að sjaldgæfara er að píanó séu til staðar í skólum sem eru án tónmenntakennslu en í skólum með tónmenntakennslu. Tæpur helmingur skóla án tónmenntakennslu á píanó eða hljómborðshljóðfæri. Viðtöl við tónmenntakennara Starfandi tónmenntakennarar (N = 19) svöruðu spurningum sem lutu að fyrirkomulagi tónmenntakennslu í skólum þeirra og viðhorf- um þeirra til kennslunnar. Svör kennaranna um fyrirkomulag kennslu og tímafjölda til tónmenntakennslu í skólum þeirra eru í samræmi við upplýsingar sem fengust fyrir allt landið í könnun Menntamálaráðuneytisins frá 2003. Þetta samræmi bendir til þess að tónmenntakennararnir hafi verið dæmigerðir fyrir starfandi tónmenntakennara á þessum tíma. Umræddir tónmenntakennarar höfðu kennslureynslu á bilinu 1–34 ár en rúmur helmingur þeirra hafði starfað í tíu ár eða lengur. Tónmenntakennararnir voru spurðir út í áform um áframhaldandi kennslu í greininni og kváðust þrír þeirra ekki ætla að halda áfram kennslu í tónmennt næsta vetur. Í hópi þessara þriggja kennara voru tveir með eins árs starfsreynslu. Grennslast var fyrir um hvaða bekkir fengju kennslu í tónmennt í skólum þessara tónmenntakennara. Algengast var að tónmennt væri kennd í yngstu árgöngum grunnskólans, eða í 1.–4. bekk, en frá og með 5. bekk dregur úr tónmenntakennslu með hverjum árgangi. Þetta er sama mynstur og dregið var upp í skýrslu Menntamálaráðuneytisins frá 2003. Einnig voru tónmenntakennarar spurðir um fjölda tónmenntakennslustunda á viku í skólum þeirra. Í ljós kom að í meirihluta skólanna (n = 12) var tónmennt kennd einn til tvo tíma á viku, þ.e. sumir árgangar fengu einn tíma á viku á meðan aðrir árgangar fengu tvo tíma á viku. Skólar með tvo tíma á viku voru fimm talsins en 2. tafla. Spurningar lagðar fyrir tónmennta- kennara. Hversu lengi hefur þú kennt tónmennt? Í hvaða bekkjum er tónmennt kennd í þínum skóla? Í hversu margar kennslustundir á viku er tón- mennt kennd? Hvaða einkunn, á skalanum 1–10, gefur þú að- stöðunni til tónmenntakennslu í þínum skóla? Hvaða einkunn, á skalanum 1 –10, gefur þú fyr- irkomulagi tónmenntakennslunnar í þínum skóla? Hvað telur þú brýnast að bæta í þínum skóla m.t.t. tónmenntakennslunnar? Hefur þú í hyggju að kenna áfram tónmennt næsta vetur?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.