Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 73

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 73
71 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 aðeins tveir skólar buðu upp á þrjá tíma á viku í einhverjum árgöngum. Þessar niðurstöður voru sambærilegar við upplýsingar um tímafjölda í skýrslu Menntamálaráðuneytisins frá 2003 (Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið 2002–2003, 2003). Spurt var hvaða þætti tónmenntakennararnir teldu að helst þyrfti að lagfæra til þess að bæta mætti kennslu í greininni. Þar nefndu kennararnir ýmislegt sem flokkaðist undir eftirfarandi þætti: námsefni, kennslu, tímafjölda, aðstöðu, hópastærðir og tækjakost. Algengast var að kennararnir nefndu nauðsyn þess að bæta tækjakost en sjaldnast var nefnt að brýnt væri að bæta námsefni. Nokkrir töldu að bæta þyrfti aðstöðu til kennslunnar í skólunum en einnig bar á góma óskir um fleiri kennslustundir á viku fyrir námsgreinina. Þeir sem nefndu hópastærðir vísuðu til þess að of mikið álag fylgdi því að kenna heilum bekkjum í einu og vildu fá að kenna minni hópum. Atriði sem vörðuðu kennslu snerust um færni og endurmenntun og þeir nefndu ákveðna færniþætti sem þeir vildu gjarnan bæta hjá sjálfum sér til að verða betri kennarar. Að lokum voru kennararnir beðnir að leggja mat á fyrirkomulag og aðstöðu til tónmenntakennslu í sínum skóla með því að gefa hvorum lið einkunn á bilinu 1–10. Tónmenntakennararnir gáfu aðstöðunni sem þeir höfðu að meðaltali 7,1 í einkunn en fyrirkomulagi kennslunnar að meðaltali 7,7 (sjá 3. töflu). Merkjanlegur munur var á einkunnagjöf ef borin voru saman svör eftir reynslu tónmenntakennaranna, þ.e. þeirra sem höfðu meiri en tíu ára starfsreynslu og þeirra sem höfðu tíu ára starfsreynslu eða skemmri. Reyndari kennararnir gáfu fyrirkomulagi kennslunnar í sínum skóla nokkuð hærri einkunn en þeir óreyndari, eða einkunnina 8,25 að meðaltali (sjá 3. töflu). Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að hlutfall skóla með tónmenntakennslu yfir landið allt hefði hækkað úr tæpum 60 af hundraði í tæp 80 af hundraði á árunum 1983– 2005 (sjá Stefán Edelstein o.fl., 1983). Tölurnar í þessari rannsókn staðfesta niðurstöður könnunar Menntamálaráðuneytisins frá 2003 þar sem fram kom að tónmennt væri kennslugrein í 80% grunnskóla á landsvísu og benda til að svarhlutfall þeirrar könnunar hafi endurspeglað afföll sem eðlileg teljast í spurningalistakönnunum en ekki tregðu til svara í skólum án tónmenntakennslu (Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið 2002–2003, 2003). Lægsta hlutfall skóla með tónmenntakennslu var að finna meðal landsbyggðarskóla en hæst var það meðal nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Í fyrri könnunum voru niðurstöður einnig á þá lund að landsbyggðarskólar höfðu hlutfallslega færri skóla með tónmenntakennslu en Reykjavík og nágrannasveitarfélög (Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið 2002–2003, 2003). Samanburður milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna gaf ólíka niðurstöðu eftir því hvort einkaskólar voru teknir með í útreikninga eða ekki. Hlutfall skóla með tónmennt var hærra í nágrannasveitarfélög- unum en í Reykjavík ef einkaskólarnir voru teknir með. Hins vegar hækkaði hlutfallið í Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf 3. tafla. Mat tónmenntakennaranna (N = 19) á aðstöðu og fyrirkomulagi tónmenntakennslu í skólum sínum. Einkunnir gefnar á kvarðanum 1–10 þar sem 10 er hæsta einkunn. Aðstaða SD Fyrirkomulag SD Allir N = 19 7,11 1,73 7,71 1,47 Starfsaldur 1–10 n = 11 6,64 1,57 7,32 1,83 Starfsaldur 11+ n = 8 7,75 1,46 8,25 1,28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.