Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 73
71
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
aðeins tveir skólar buðu upp á þrjá tíma á viku í
einhverjum árgöngum. Þessar niðurstöður voru
sambærilegar við upplýsingar um tímafjölda
í skýrslu Menntamálaráðuneytisins frá 2003
(Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið
2002–2003, 2003).
Spurt var hvaða þætti tónmenntakennararnir
teldu að helst þyrfti að lagfæra til þess að
bæta mætti kennslu í greininni. Þar nefndu
kennararnir ýmislegt sem flokkaðist undir
eftirfarandi þætti: námsefni, kennslu,
tímafjölda, aðstöðu, hópastærðir og tækjakost.
Algengast var að kennararnir nefndu nauðsyn
þess að bæta tækjakost en sjaldnast var nefnt
að brýnt væri að bæta námsefni. Nokkrir
töldu að bæta þyrfti aðstöðu til kennslunnar í
skólunum en einnig bar á góma óskir um fleiri
kennslustundir á viku fyrir námsgreinina. Þeir
sem nefndu hópastærðir vísuðu til þess að of
mikið álag fylgdi því að kenna heilum bekkjum
í einu og vildu fá að kenna minni hópum.
Atriði sem vörðuðu kennslu snerust um færni
og endurmenntun og þeir nefndu ákveðna
færniþætti sem þeir vildu gjarnan bæta hjá
sjálfum sér til að verða betri kennarar.
Að lokum voru kennararnir beðnir að
leggja mat á fyrirkomulag og aðstöðu til
tónmenntakennslu í sínum skóla með því
að gefa hvorum lið einkunn á bilinu 1–10.
Tónmenntakennararnir gáfu aðstöðunni sem
þeir höfðu að meðaltali 7,1 í einkunn en
fyrirkomulagi kennslunnar að meðaltali 7,7
(sjá 3. töflu). Merkjanlegur munur var á
einkunnagjöf ef borin voru saman svör eftir
reynslu tónmenntakennaranna, þ.e. þeirra sem
höfðu meiri en tíu ára starfsreynslu og þeirra
sem höfðu tíu ára starfsreynslu eða skemmri.
Reyndari kennararnir gáfu fyrirkomulagi
kennslunnar í sínum skóla nokkuð hærri
einkunn en þeir óreyndari, eða einkunnina 8,25
að meðaltali (sjá 3. töflu).
Umræða
Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna
að hlutfall skóla með tónmenntakennslu yfir
landið allt hefði hækkað úr tæpum 60 af
hundraði í tæp 80 af hundraði á árunum 1983–
2005 (sjá Stefán Edelstein o.fl., 1983). Tölurnar
í þessari rannsókn staðfesta niðurstöður
könnunar Menntamálaráðuneytisins frá
2003 þar sem fram kom að tónmennt væri
kennslugrein í 80% grunnskóla á landsvísu
og benda til að svarhlutfall þeirrar könnunar
hafi endurspeglað afföll sem eðlileg teljast
í spurningalistakönnunum en ekki tregðu
til svara í skólum án tónmenntakennslu
(Tónmenntakennsla í grunnskólum skólaárið
2002–2003, 2003). Lægsta hlutfall skóla
með tónmenntakennslu var að finna meðal
landsbyggðarskóla en hæst var það meðal
nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Í fyrri
könnunum voru niðurstöður einnig á þá lund
að landsbyggðarskólar höfðu hlutfallslega færri
skóla með tónmenntakennslu en Reykjavík
og nágrannasveitarfélög (Tónmenntakennsla
í grunnskólum skólaárið 2002–2003,
2003). Samanburður milli Reykjavíkur og
nágrannasveitarfélaganna gaf ólíka niðurstöðu
eftir því hvort einkaskólar voru teknir með
í útreikninga eða ekki. Hlutfall skóla með
tónmennt var hærra í nágrannasveitarfélög-
unum en í Reykjavík ef einkaskólarnir voru
teknir með. Hins vegar hækkaði hlutfallið í
Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf
3. tafla. Mat tónmenntakennaranna (N = 19) á aðstöðu og fyrirkomulagi tónmenntakennslu í
skólum sínum. Einkunnir gefnar á kvarðanum 1–10 þar sem 10 er hæsta einkunn.
Aðstaða SD Fyrirkomulag SD
Allir N = 19 7,11 1,73 7,71 1,47
Starfsaldur 1–10 n = 11 6,64 1,57 7,32 1,83
Starfsaldur 11+ n = 8 7,75 1,46 8,25 1,28