Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 75
73
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
nítján áform um að halda áfram kennslu næsta
vetur. Tveir óreyndustu kennararnir kváðust
ekki ætla að koma aftur til kennslu um haustið.
Það virðist vera svo að í hópi tónmenntakennara
sé kjarni reyndra kennara sem nýtur sín nokkuð
vel í starfi. Það kemur heim og saman við þann
vitnisburð kennara að algengt sé að fyrsta árið
sé svo erfitt að tilhugsunin um annað kennsluár
sé óbærileg. Hins vegar er ekki vitað hvort
óreyndustu kennararnir í þessari rannsókn voru
í hópi kennara sem í raun hættu eftir fyrsta
kennsluárið eða í hópi þeirra sem létu til leiðast
að halda áfram og náðu síðan að vaxa í starfi.
Það virðist hins vegar líklegt að með aukinni
reynslu minnki líkurnar á brottfalli frá kennslu.
Vandi nýrra tónmenntakennara er nokkuð sem
þarf að rannsaka frekar til að unnt verði að
koma í veg fyrir brottfall og þannig sporna við
skorti á tónmenntakennurum.
Athygli vakti hversu fáir tónmenntakennarar
nefndu að brýn þörf væri á úrbótum á námsefni
þar sem nokkur umræða hefur verið meðal
tónmenntakennara um skort á námsefni
(Tillögur um fyrirkomulag tónlistaruppeldis í
grunnskólum Reykjavíkur, 2003). Hugsanlega
hefur kippur í útgáfu námsefnis í tónmennt á
síðustu árum eitthvað lækkað þær raddir, en
einnig er mögulegt að kennararnir séu svo
vanir að vinna með heimagert efni að þeir
telji það ekki mjög brýnt að efla útgáfu nýs
námsefnis.
Í viðtölunum við tónmenntakennarana
fengust upplýsingar um það hvaða bekkir
fengu tónmennt í skólum þeirra umrætt
skólaár. Niðurstaðan er afar svipuð tölum
úr úttekt Menntamálaráðuneytisins frá 2003
(Tónmenntakennsla í grunnskólum, 2003).
Tónmenntakennsla á sér að mestu leyti stað
í fyrstu fjórum bekkjum grunnskólans en fer
svo minnkandi eftir því sem ofar dregur í
árgöngum. Ráða má af niðurstöðunum að
mikil vöntun er á tónmenntakennslu í efstu
árgöngum grunnskólans. Hugsanleg skýring
á því hvers vegna yngstu bekkirnir fá oftar
tónmennt en þeir eldri er sú að fyrir árið 2005
var útgefið námsefni í tónmennt aðeins til fyrir
1.–4. bekk og tilraunanámsefni fyrir 5. bekk.
Lítið hefur verið gefið út af námsefni fyrir
miðstig og unglingastig.
Einnig má velta því fyrir sér hvort áherslan
á tónmennt fyrir yngri börnin endurspegli
almenna skoðun á því hvenær tónmennta-
kennsla sé mikilvægust. Í könnun sem gerð
var meðal foreldra leikskólabarna kom
fram að flestum þótti tónmennt mikilvæg
eða mjög mikilvæg í leikskóla og á yngstu
stigum grunnskólans. Þegar spurt var um
miðstig og unglingastig fækkaði foreldrum
sem þótti tónmennt mikilvæg kennslugrein
(Margrét Ragna Bjarnadóttir og Sigrún Birna
Magnúsdóttir, 2003).
Niðurstöður um fjölda kennslustunda á viku
í tónmennt voru jákvæðari fyrir námsgreinina
en búast hefði mátt við, miðað við það að
í lögum eru öllum listgreinum samanlagt
aðeins skammtaðar fjórar kennslustundir á
viku. Samkvæmt upplýsingum tónmennta-
kennaranna er ekki óalgengt að kenndar séu
tvær eða fleiri stundir í tónmennt á viku.
Erfitt er að draga upplýsingarnar saman
með einföldum hætti þar sem skólar kenna
mismargar kennslustundir í tónmennt eftir
árgöngum. Hins vegar kom það fram að sjö
skólar af nítján kenndu tónmennt tvær eða
þrjár kennslustundir á viku en átta skólar að
auki kenndu allt að tvær kennslustundir á viku
eftir árgöngum. Þetta vekur spurningar um
stöðu annarra listgreina innan þessara skóla og
hvort leiða megi líkum að því að skólar noti
fleiri stundir til kennslu listgreina en þeim er
uppálagt í lögum. Hugsanlega má þarna finna
hluta skýringar á því hvers vegna tónmennt er
sjaldan kennd í öllum árgöngum grunnskólans.
Mögulegt er að framboð og samsetning
listgreina sé ólík milli ára. Rannsókna er þörf
á kennslu allra listgreina í heild, fyrirkomulagi
og skiptingu kennslustunda milli greina.
Samkvæmt þessari rannsókn hefur náms-
greinin tónmennt nokkuð sterka stöðu í
grunnskólum landsins ef eingöngu er miðað
við útbreiðslu greinarinnar. Á rúmum þremur
áratugum hefur námsgreinin verið byggð
upp í meirihluta grunnskóla landsins. Ef
tónmenntakennsla vex álíka mikið næstu tvo
Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf