Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 75

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 75
73 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 nítján áform um að halda áfram kennslu næsta vetur. Tveir óreyndustu kennararnir kváðust ekki ætla að koma aftur til kennslu um haustið. Það virðist vera svo að í hópi tónmenntakennara sé kjarni reyndra kennara sem nýtur sín nokkuð vel í starfi. Það kemur heim og saman við þann vitnisburð kennara að algengt sé að fyrsta árið sé svo erfitt að tilhugsunin um annað kennsluár sé óbærileg. Hins vegar er ekki vitað hvort óreyndustu kennararnir í þessari rannsókn voru í hópi kennara sem í raun hættu eftir fyrsta kennsluárið eða í hópi þeirra sem létu til leiðast að halda áfram og náðu síðan að vaxa í starfi. Það virðist hins vegar líklegt að með aukinni reynslu minnki líkurnar á brottfalli frá kennslu. Vandi nýrra tónmenntakennara er nokkuð sem þarf að rannsaka frekar til að unnt verði að koma í veg fyrir brottfall og þannig sporna við skorti á tónmenntakennurum. Athygli vakti hversu fáir tónmenntakennarar nefndu að brýn þörf væri á úrbótum á námsefni þar sem nokkur umræða hefur verið meðal tónmenntakennara um skort á námsefni (Tillögur um fyrirkomulag tónlistaruppeldis í grunnskólum Reykjavíkur, 2003). Hugsanlega hefur kippur í útgáfu námsefnis í tónmennt á síðustu árum eitthvað lækkað þær raddir, en einnig er mögulegt að kennararnir séu svo vanir að vinna með heimagert efni að þeir telji það ekki mjög brýnt að efla útgáfu nýs námsefnis. Í viðtölunum við tónmenntakennarana fengust upplýsingar um það hvaða bekkir fengu tónmennt í skólum þeirra umrætt skólaár. Niðurstaðan er afar svipuð tölum úr úttekt Menntamálaráðuneytisins frá 2003 (Tónmenntakennsla í grunnskólum, 2003). Tónmenntakennsla á sér að mestu leyti stað í fyrstu fjórum bekkjum grunnskólans en fer svo minnkandi eftir því sem ofar dregur í árgöngum. Ráða má af niðurstöðunum að mikil vöntun er á tónmenntakennslu í efstu árgöngum grunnskólans. Hugsanleg skýring á því hvers vegna yngstu bekkirnir fá oftar tónmennt en þeir eldri er sú að fyrir árið 2005 var útgefið námsefni í tónmennt aðeins til fyrir 1.–4. bekk og tilraunanámsefni fyrir 5. bekk. Lítið hefur verið gefið út af námsefni fyrir miðstig og unglingastig. Einnig má velta því fyrir sér hvort áherslan á tónmennt fyrir yngri börnin endurspegli almenna skoðun á því hvenær tónmennta- kennsla sé mikilvægust. Í könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna kom fram að flestum þótti tónmennt mikilvæg eða mjög mikilvæg í leikskóla og á yngstu stigum grunnskólans. Þegar spurt var um miðstig og unglingastig fækkaði foreldrum sem þótti tónmennt mikilvæg kennslugrein (Margrét Ragna Bjarnadóttir og Sigrún Birna Magnúsdóttir, 2003). Niðurstöður um fjölda kennslustunda á viku í tónmennt voru jákvæðari fyrir námsgreinina en búast hefði mátt við, miðað við það að í lögum eru öllum listgreinum samanlagt aðeins skammtaðar fjórar kennslustundir á viku. Samkvæmt upplýsingum tónmennta- kennaranna er ekki óalgengt að kenndar séu tvær eða fleiri stundir í tónmennt á viku. Erfitt er að draga upplýsingarnar saman með einföldum hætti þar sem skólar kenna mismargar kennslustundir í tónmennt eftir árgöngum. Hins vegar kom það fram að sjö skólar af nítján kenndu tónmennt tvær eða þrjár kennslustundir á viku en átta skólar að auki kenndu allt að tvær kennslustundir á viku eftir árgöngum. Þetta vekur spurningar um stöðu annarra listgreina innan þessara skóla og hvort leiða megi líkum að því að skólar noti fleiri stundir til kennslu listgreina en þeim er uppálagt í lögum. Hugsanlega má þarna finna hluta skýringar á því hvers vegna tónmennt er sjaldan kennd í öllum árgöngum grunnskólans. Mögulegt er að framboð og samsetning listgreina sé ólík milli ára. Rannsókna er þörf á kennslu allra listgreina í heild, fyrirkomulagi og skiptingu kennslustunda milli greina. Samkvæmt þessari rannsókn hefur náms- greinin tónmennt nokkuð sterka stöðu í grunnskólum landsins ef eingöngu er miðað við útbreiðslu greinarinnar. Á rúmum þremur áratugum hefur námsgreinin verið byggð upp í meirihluta grunnskóla landsins. Ef tónmenntakennsla vex álíka mikið næstu tvo Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.