Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 76

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 76
74 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 áratugi og hún hefur gert undanfarna tvo ættu nær engir skólar að verða eftir án tón- menntakennslu að þeim tíma liðnum. Það er hins vegar ekki gott að spá fyrir um hvort tónmennt verði almennt kennd í 1.–8. bekk, tvær stundir á viku, eins og núverandi aðalnámskrá gerir ráð fyrir. Til þess að svo gæti orðið þyrftu flestir skólar að ráða tvo eða fleiri tónmenntakennara, en nú er algengast að í hverjum skóla sé aðeins einn tónmenntakennari. Í meistararitgerð Kristínar Valsdóttur kom fram að farsælir tónmenntakennarar eiga gjarnan samstarfsmenn í faginu í skóla sínum (Kristín Valsdóttir, 2006). Þess vegna mætti huga að því í auknum mæli að ráða tvo eða fleiri tónmenntakennara við hvern skóla. Þannig yrði auðveldara að uppfylla kröfur um kennslu tónmenntar í öllum árgöngum og jafnframt mætti draga úr álagi á tónmenntakennarana. Allir tónmenntakennarar sem útskrifast hafa frá Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasviði HÍ, eru búnir undir að kenna flestar greinar grunnskólans og ættu því að vera sveigjanlegir starfskraftar sem sinnt geta öðrum störfum samhliða tónmenntakennslu. Með ráðningu fleiri tónmenntakennara gætu skólastjórar stuðlað að því að tónlist fléttaðist inn í aðrar námsgreinar og allt skólastarfið í meira mæli en áður. Þó að í svörum skólastjóranna sem greint var frá hér að framan hafi komið fram að þeir ættu erfitt með að ráða tónmenntakennara er ekki útilokað að fleiri tónmenntakennara mætti fá til starfa ef aðstæður og starfsumhverfi breyttist verulega. Eins og Kristín Valsdóttir hefur bent á eru útskrifaðir tónmenntakennarar mun fleiri en þeir sem starfandi eru (Kristín Valsdóttir, 2006; bls. 14). Í umræðunni um slaka stöðu tónmennta- greinarinnar virðist aldur hennar gjarnan gleymast. Ef farið er um 40 ár aftur í tímann er námsgreinin tónmennt ekki til heldur einungis „söngur“ (Reglugerð um kennaramenntun í söng og tónlist, 1959; Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, 1960). Við þetta bætist að mikil þróun hefur átt sér stað í námskrá tónmennta á rúmum þremur áratugum og kröfur til kennara í greininni jafnframt margfaldast (Aðalnámsskrá, 1976, Aðalnámskrá, 1989; Aðalnámskrá, 1999; Guðfinna Dóra Ólafsdóttir o.fl., 1990; Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, 1960). Umræða um námsgreinina tónmennt litast oft af þörfinni á að vinna málstað greinarinnar fylgi og tryggja henni öruggan sess í menntun barna. Þetta eru að sjálfsögðu mikilvæg markmið. En inn í þessa umræðu þyrfti að koma meiri gagnrýni og vangaveltur um hlutverk tónlistar í grunnskólamenntun barna í víðu samhengi. Miklar hræringar eiga sér stað í listgreinum almennt inni í grunnskólanum og eru ýmsar útfærslur á þverfaglegri kennslu í vinnslu. Fagaðilar í tónlistarmenntun þurfa að taka afstöðu til nýrra stefna í grunnskólanum og taka þátt í að skilgreina enn betur menntunarhlutverk tónlistar á breyttum tímum. Víðsýn og opin umræða um hlutverk tónlistar í menntun grunnskólabarna er forsenda fyrir því að námsgreinin tónmennt fái að vaxa og dafna um ókomna tíð. Abstract Music education in Iceland: The scope and conditions of music as a subject in compulsory schools This study assessed the status of general music education within the compulsory education system in Iceland. Investigations of curricula, laws, and regulations on the subject of music were summarized for the purpose of portraying the development of the subject during the past four decades in Iceland. According to the national curriculum, music is one of the five required art subjects in the first eight grades. However, the time allocated in the general curriculum for these five subjects is four 40 minute lessons per week, which conflicts with the standards of the music curriculum, which requires 2 lessons per week in music. This administrative conflict combined with union related issues regarding music teacher specialists has contributed to the perception in the community that music as a subject has been going through a recession. Helga Rut Guðmundsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.