Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 82

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 82
80 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 barnið. Honing (1996) og Jorde-Bloom (1992) halda því fram að þrátt fyrir það hafi leikskólakennarar fengið takmarkaða þjálfun í samstarfi við fullorðna og í því hlutverki að vera leiðandi í slíku samstarfi. Þetta þjálfunarleysi getur valdið óöryggi og spennu í foreldrasamstarfinu sem sumir telja einn erfiðasta þáttinn í starfi leikskólakennara (Galinsky, 1990; Kirchenbaum, 2001; Powell, 1989). Hiatt-Michael (2006) segir að leggja þurfi áherslu á að búa leikskólakennara undir samstarf við foreldra, að í kennaranáminu þurfi að beina hugsun þeirra markvisst inn á þá braut og veita þeim þjálfun. Foreldrasamstarf er meðal viðfangsefna í námi íslenskra leikskólakennaranema en höfundum er ekki kunnugt um hve mikil áhersla er lögð á það. Þar sem það getur verið bæði flókið og krefjandi að veita foreldrum stuðning og ráðgjöf þarf að hugleiða hvers konar þjálfun hentar og hvernig best verði að henni staðið (Chan, 2004; Swick, 2004). Þá getur þörf fjölskyldna fyrir stuðning verið meiri en svo að þekking og færni kennarans dugi til. Því er áríðandi að kennarar þekki sín takmörk og freistist ekki til að veita ráðgjöf í málum sem gera meiri kröfur en þeir ráða við (McConkey, 1985). Ráðgjöf við foreldra Eins og að framan greinir benda tvær nýlegar íslenskar rannsóknir til þess að foreldrar óski eftir að geta ráðfært sig við fagfólk, svo sem kennara, um uppeldi barna sinna (Birna María Svanbjörnsdóttir, 2007; Gyða Haraldsdóttir, 2005). Í skrifum margra fræðimanna kemur fram að foreldrar þurfi ráðgjöf og stuðning í foreldrahlutverkinu (Nordahl og Skilbrei, 2002; Rodd, 2006; Sigrún Júlíusdóttir, 2001; Smith og Driessen, 2005) og þeir telja að kennarar eigi að hafa það hlutverk (Hohmann og Weikart, 1995; Nordahl, 2007; Rodd, 2006; Whalley, 1997 og 2007). Sigrún Júlíusdóttir (2001) bendir á að leikskólakennarar geti ,,miðlað uppeldisfræðilegri þekkingu sinni og reynslu til ungra foreldra“ (bls.154). Hún segir foreldra þurfa stuðning og ráð ,,hvað varðar að geta sett börnum mörk, vita hvað eru viðeigandi og eðlileg vandamál á hverju þroskaskeiði og hvernig heppilegt er að bregðast við þeim“ (bls.155). Í starfslýsingu leikskólakennara er ekki fjallað um ráðgjöf til foreldra en að þeir skuli vinna í ,,nánu samstarfi við foreldra/ forráðamenn“ (Félag leikskólakennara, e.d.). Í starfslýsingu deildarstjóra leikskóla er ekki heldur fjallað um ráðgjöf en sagt m.a. að þeir eigi að ábyrgjast að ,,foreldrar/ forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins“ (Félag leikskólakennara, e.d.). Í Aðalnámskrá leikskóla (1999) kemur fram að leikskólastjórum beri m.a. skylda til að ,,veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í leikskólanum“ og að ,,afla upplýsinga um aðstæður og uppeldisviðhorf foreldra“ (bls. 30). Þótt ekki sé fjallað sérstaklega um ráðgjöf má ætla að einhvers konar ráðgjöf eða leiðsögn fylgi því þegar foreldrum eru veittar upplýsingar um þroska og líðan barns þótt ekki sé hægt að fullyrða það. Þáttur ráðgjafar í starfi leikskólakennara hefur ekki verið kannaður hérlendis en víða erlendis er gert ráð fyrir því að leikskólakenn- arar veiti foreldrum stuðning og ráðgjöf. Íslensku rannsóknirnar tvær gefa sterklega til kynna þörf foreldra fyrir ráðgjöf og hafa leikskólakennarar verið nefndir sérstaklega í því sambandi (Gyða Haraldsdóttir, 2005; Sigrún Júlíusdóttir, 2001). Til að kanna þátt ráðgjafar í samstarfi íslenskra leikskólakennara og foreldra eru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram: Hvert er umfang ráðgjafar við foreldra; hversu algeng er hún; á hvaða sviðum leita foreldrar eftir ráðgjöf og hvert er frumkvæði leikskólakennara í þeim efnum? Hvert er viðhorf leikskólakennara til faglegrar sérþekkingar sinnar í sambandi við ráðgjöf til foreldra? Hafa agavandamál barna eða tímaskortur foreldra haft áhrif á þörf foreldra fyrir ráðgjöf að mati leikskólakennara? Eru tengsl milli ráðgjafar og starfsaldurs leikskólakennara? Jónína Sæmundsdóttir og Sólveig Karvelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.