Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 85
83
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
Frumkvæði leikskólakennara að ráðgjöf
Leikskólakennararnir voru spurðir hversu oft
þeir eða leikskólinn hefðu frumkvæði að því að
veita foreldrum ráðgjöf. Spurt var um ráðgjöf
á sömu þremur sviðum og nefnd voru hér að
framan. Niðurstöðurnar má sjá á 2. mynd.
Á myndinni má sjá áþekkar niðurstöður
þeim sem eru á 1. mynd ef undan er skilið
ráðgjafarsviðið þroski og þroskafrávik.
Leikskólakennararnir veittu talsvert oftar
ráðgjöf á því sviði en á hinum tveim en 86,8%
þeirra sögðust veita ráðgjöf nokkuð oft eða
mjög oft á því sviði.
Persónuleg ráðgjöf til foreldra
Spurt var hvort foreldrar leituðu upplýsinga
eða stuðnings vegna annarra mála en þeirra
sem snertu börn þeirra í leikskólanum. Rúm
65% (65,1%) sögðu foreldra gera það sjaldan
og 23,3% aldrei. Tæp 11% (10,9%) sögðu
það gerast nokkuð oft en 0,8% að það gerðist
oft. Þegar spurt var hvað leikskólakennararnir
gerðu í þeim tilvikum sagðist rúmur helmingur
(51%) reyna að ráðleggja, um fjórðungur
(24,5%) sagðist vísa fólkinu annað en 22,5%
merktu við fleiri en einn möguleika sem má
hugsanlega skýra með því að það fari eftir eðli
mála hvernig þeir bregðast við.
Leikskólakennararnir voru einnig spurðir
hvort þeir teldu það hluta af starfi sínu að
ráðleggja foreldrum um persónuleg mál.
Athygli vekur að flestir völdu möguleikann „já
ef það snertir barnið líka“ (59,8%). Tæp 40%
(37,7%) svöruðu neitandi og 2,5% svöruðu
játandi. Spurt var hvort þátttakendur teldu
leikskólakennara þurfa að setja sér mörk um
ráðgjöf og stuðning við foreldra. Meirihlutinn
(58,9%) taldi svo vera. Um 15% (14,9%)
svöruðu spurningunni neitandi. Það sem vekur
athygli er að yfir fjórðungur (26%) virtist ekki
hafa gert upp hug sinn og valdi möguleikann
„veit ekki“.
Að lokum var kannað hvort
leikskólakennurum byðist stuðningur eða
handleiðsla í erfiðum málum. Þessu svaraði
meirihluti (74%) játandi, 7,9% svöruðu neitandi
en 18,1% sagði að stundum byðist stuðningur.
Þegar spurt var hver veitti þeim slíkan stuðning
merktu flestir við leikskólastjóra.
Viðhorf til faglegrar sérþekkingar
Niðurstöðurnar hér að framan benda til
þess að foreldrar leiti í talsverðum mæli til
leikskólakennara og að þeir síðarnefndu telji
það einkum stafa af trausti foreldra á faglegri
þekkingu þeirra sem ef til vill mætti kalla
sérfræðiþekkingu. Leikskólakennararnir voru
spurðir hvort þeir teldu sig vera sérfræðinga á
Uppeldi N= roski N=1Agi N = 127 Tegund rá gjafar sem leikskólakenn
Aldrei 1.5 0.8
Sjalda 31.5 13.2 26.8
Nokku oft 58.5 67.4 63
Mjög oft 8.5 19.4 9.4
Uppeldi N= roski N=1Agi N = 127
Mjög oft 8.5 19.4 9.4
Nokku oft 58.5 67.4 63
Sjaldan 31.5 13.2 26.8
Aldrei 1.5 0.8
1.5
31.5
58.5
8.5
13.2
67.4
19.4
0.8
26.8
63
9.4
0
10
20
30
40
50
60
70
80
Aldrei Sjaldan Nokku oft Mjög oft
Hlutfall (%)
Uppeldi N=130
roski N=129
Agi N = 127
2. mynd. Tegund ráðgjafar sem leikskólakennarar veita að eigin frumkvæði.
Þáttur ráðgjafar í samstarfi leikskólakennara og foreldra