Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 85

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 85
83 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Frumkvæði leikskólakennara að ráðgjöf Leikskólakennararnir voru spurðir hversu oft þeir eða leikskólinn hefðu frumkvæði að því að veita foreldrum ráðgjöf. Spurt var um ráðgjöf á sömu þremur sviðum og nefnd voru hér að framan. Niðurstöðurnar má sjá á 2. mynd. Á myndinni má sjá áþekkar niðurstöður þeim sem eru á 1. mynd ef undan er skilið ráðgjafarsviðið þroski og þroskafrávik. Leikskólakennararnir veittu talsvert oftar ráðgjöf á því sviði en á hinum tveim en 86,8% þeirra sögðust veita ráðgjöf nokkuð oft eða mjög oft á því sviði. Persónuleg ráðgjöf til foreldra Spurt var hvort foreldrar leituðu upplýsinga eða stuðnings vegna annarra mála en þeirra sem snertu börn þeirra í leikskólanum. Rúm 65% (65,1%) sögðu foreldra gera það sjaldan og 23,3% aldrei. Tæp 11% (10,9%) sögðu það gerast nokkuð oft en 0,8% að það gerðist oft. Þegar spurt var hvað leikskólakennararnir gerðu í þeim tilvikum sagðist rúmur helmingur (51%) reyna að ráðleggja, um fjórðungur (24,5%) sagðist vísa fólkinu annað en 22,5% merktu við fleiri en einn möguleika sem má hugsanlega skýra með því að það fari eftir eðli mála hvernig þeir bregðast við. Leikskólakennararnir voru einnig spurðir hvort þeir teldu það hluta af starfi sínu að ráðleggja foreldrum um persónuleg mál. Athygli vekur að flestir völdu möguleikann „já ef það snertir barnið líka“ (59,8%). Tæp 40% (37,7%) svöruðu neitandi og 2,5% svöruðu játandi. Spurt var hvort þátttakendur teldu leikskólakennara þurfa að setja sér mörk um ráðgjöf og stuðning við foreldra. Meirihlutinn (58,9%) taldi svo vera. Um 15% (14,9%) svöruðu spurningunni neitandi. Það sem vekur athygli er að yfir fjórðungur (26%) virtist ekki hafa gert upp hug sinn og valdi möguleikann „veit ekki“. Að lokum var kannað hvort leikskólakennurum byðist stuðningur eða handleiðsla í erfiðum málum. Þessu svaraði meirihluti (74%) játandi, 7,9% svöruðu neitandi en 18,1% sagði að stundum byðist stuðningur. Þegar spurt var hver veitti þeim slíkan stuðning merktu flestir við leikskólastjóra. Viðhorf til faglegrar sérþekkingar Niðurstöðurnar hér að framan benda til þess að foreldrar leiti í talsverðum mæli til leikskólakennara og að þeir síðarnefndu telji það einkum stafa af trausti foreldra á faglegri þekkingu þeirra sem ef til vill mætti kalla sérfræðiþekkingu. Leikskólakennararnir voru spurðir hvort þeir teldu sig vera sérfræðinga á Uppeldi N= roski N=1Agi N = 127 Tegund rá gjafar sem leikskólakenn Aldrei 1.5 0.8 Sjalda 31.5 13.2 26.8 Nokku oft 58.5 67.4 63 Mjög oft 8.5 19.4 9.4 Uppeldi N= roski N=1Agi N = 127 Mjög oft 8.5 19.4 9.4 Nokku oft 58.5 67.4 63 Sjaldan 31.5 13.2 26.8 Aldrei 1.5 0.8 1.5 31.5 58.5 8.5 13.2 67.4 19.4 0.8 26.8 63 9.4 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Aldrei Sjaldan Nokku oft Mjög oft Hlutfall (%) Uppeldi N=130 roski N=129 Agi N = 127 2. mynd. Tegund ráðgjafar sem leikskólakennarar veita að eigin frumkvæði. Þáttur ráðgjafar í samstarfi leikskólakennara og foreldra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.