Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 87
85
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
2. tafla. Starfsaldur og hversu oft leikskólakennarar hafa frumkvæði að ráðgjöf
Starfsaldur Sjaldan/aldrei Frekar oft/mjög oft Fjöldi
(%) (%)
Uppeldi 1–10 ár 47,6 52,4 62
10 ár eða meira 19,4 80,6 67
Alls 130
Agi 1–10 ár 40,3 59,7 62
10 ár eða meira 15,4 84,6 65
Alls 127
Þroski 1–10 ár 19,0 81,0 63
10 ár eða meira 7,6 92,4 66
Alls 129
Þáttur ráðgjafar í samstarfi leikskólakennara og foreldra
hvort samband væri milli starfsaldurs og þess
hvort þátttakendur litu á sig sem sérfræðing.
Byrjað var að athuga hvort munur væri á
óskum foreldra um ráðgjöf eftir starfsaldri
leikskólakennaranna. Niðurstöður má sjá á 1.
töflu.
Munurinn er mismikill eftir sviðum
ráðgjafar. Starfsaldur virðist síst tengjast því
hversu oft leikskólakennurum finnst foreldrar
leita ráða um uppeldi (Kíkvaðrat(1, N=128)
= 0,672, p = 0,412). Munurinn er meiri á
ráðgjöf um aga (Kíkvaðrat(1, N=127) = 5,011,
p = 0,025) og þroska (Kíkvaðrat(1, N=127)
= 6,911, p = 0,009) og reyndist marktækur á
báðum sviðum.
Einnig var kannað hvort samband væri milli
starfsaldurs leikskólakennara og frumkvæðis
þeirra að því að veita ráðgjöf.
Eins og sjá má á 2. töflu hafa þeir sem eru
með lengri starfsaldur oftar frumkvæði að því
að veita ráðgjöf og er munurinn marktækur
á ráðgjöf um uppeldi (Kíkvaðrat(1, N=130)
= 11,678, p = 0,001) og aga (Kíkvaðrat(1,
N=127) = 9,885, p = 0,002). Minni munur
reyndist vera milli kennara eftir starfsaldri í
ráðgjöf um þroska (Kíkvaðrat(1, N=129) =
3,707, p = 0,054) .
Þegar kannað var hvort munur reyndist milli
lengdar starfsaldurs og þess hvort þátttakendur
litu á sig sem sérfræðing á sviði uppeldis og
menntunar ungra barna kom í ljós, eins og sjá
má á 3. töflu, að sú var raunin. Munurinn var
marktækur (Kíkvaðrat(1, N=125) = 6,030, p =
0,014).
Athygli vekur að hópurinn með lægri
starfsaldur hefur mun hærra hlutfall
háskólamenntaðra leikskólakennara. Eins og
kemur fram í aðferðafræðikafla er yfirgnæfandi
meirihluti þeirra sem hefur hærri starfsaldur en
10 ár með próf frá Fósturskóla Íslands en um
þeirra sem eru með starfsaldur 10 ár eða
skemmri hafa B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla
Íslands. Hér að ofan má sjá að leikskólakennarar
með lengri starfsaldur hafa fremur frumkvæði
að ráðgjöf og telja oftar að foreldrar leiti eftir
henni. Enn fremur hafa þeir meiri trú á
fagþekkingu sinni. Þetta gefur vísbendingu um
að það sé fremur starfsreynsla en
háskólamenntun sem styrki faglega ímynd
leikskólakennara.
Umræða
Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upp-
lýsinga um þann þátt samstarfs leikskóla-
3. tafla. Starfsaldur og að telja sig sérfræðing
Lítur á sig sem sérfræðing
Starfsaldur Já Nei Fjöldi
(%) (%)
1–10 ár 78,7 21,3 61
10 ár eða lengur 93,8 6,2 64
Alls 125