Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 88

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 88
86 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 kennara og foreldra sem snýr að ráðgjöf til foreldra. Upplýsinga var aflað með viðtölum og spurningalistum sem sendir voru leikskólakennurum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ráðgjöf til foreldra sé verulegur þáttur í starfi leikskólakennara að mati þeirra sjálfra. Foreldrar sækja ráðgjöf til þeirra í talsverðum mæli og virðist þörfin vera að aukast. Þá veita leikskólakennarar ráðgjöf að eigin frumkvæði eftir því sem þeim sýnist ástæða til. Ráðgjöfin er fyrst og fremst á þremur sviðum, þ.e. þroska og þroskafrávika barna, aga og almenns uppeldis og umönnunar, svo sem varðandi svefntíma og mataræði. Um helmingur þátttakenda telur að foreldrar leiti til þeirra vegna vaxandi trausts á fagþekkingu þeirra. Þetta kemur ekki á óvart því í viðhorfskönnun meðal starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur árið 2003 kom fram að 97% starfsmanna álitu að foreldrar treystu þeim mjög eða frekar vel í starfi (Leikskólar Reykjavíkur, 2003). Nokkuð stór hluti þátttakenda álítur að ástæða þess að foreldrar leiti til þeirra sé aukið sjálfstraust og öryggi þeirra sjálfra í starfi. Sú niðurstaða er einnig í samræmi við niðurstöður framangreindrar viðhorfskönnunar Reykjavíkurborgar, en þar töldu 80% starfsmanna að hæfni þeirra nýttist mjög eða frekar vel í starfi. Um 32% svarenda töldu ástæðuna vera aukið óöryggi foreldra. Það er nokkuð almenn skoðun innlendra og erlendra fræðimanna að foreldrar þurfi stuðning og ráðgjöf í foreldrahlutverkinu. Ýmsir nefna breyttar þjóðfélagsaðstæður og breytt uppeldis- og uppvaxtarskilyrði sem ástæður og benda í því sambandi á útivinnu beggja foreldra, langa dagvistun barna í leik- og grunnskólum, veikari fjölskyldubönd, streitu og tímaskort (Baldur Kristjánsson, 2006; Rodd, 2006; Sigrún Júlíusdóttir, 2001). Baldur Kristjánsson (2006) hefur áhyggjur af hraðanum í samfélaginu og telur hann vera merki um tímaskort en of lítill tími sé spennuvaldur í samskiptum barna og foreldra. Börnin þurfi tíma með foreldrum og samræður en hvort tveggja sé af skornum skammti. Ekki er ólíklegt að það hafi áhrif á hegðun barna að vaxa upp við slíkar aðstæður. Sigrún Júlíusdóttir (2004) telur foreldra glíma við samviskubit gagnvart börnunum sem geti komið fram í undanlátssemi. Ætla má að þessi veruleiki nútímaforeldra geti ýtt undir óöryggi þeirra í uppeldishlutverkinu. Almennt telja þátttakendur rannsóknarinnar að agavandamál hafi aukist og að foreldrar eigi erfiðara en áður með að setja börnum sínum mörk. Mikill meirihluti þeirra finnur fyrir tímaskorti foreldra líkt og kom fram í rannsókn Bryndísar Garðarsdóttur og Jóhönnu Einarsdóttur (2007) og segja að kröfur til leikskólakennara hafi aukist mikið. Í könnun Amalíu Björnsdóttur, Barkar Hansen og Ólafs H. Jóhannssonar (2006) kom fram að grunnskólakennarar eru sama sinnis og telja að kröfur til þeirra hafi aukist verulega. Yfir 86% þátttakenda líta á sig sem sérfræðinga á sínu sviði. Það mætti ætla að slíkt sjálfstraust stafaði af hærra menntunarstigi leikskólakennara, en árið 1998 sameinuðust Fósturskóli Íslands og Kennaraháskólinn og eftir þann tíma útskrifuðust leikskólakennarar með B.Ed. gráðu. Þegar niðurstöður eru skoðaðar kemur í ljós að leikskólakennarar með langa starfsreynslu (10 ár eða meira) virðast fremur líta á sig sem sérfræðinga í umönnun og uppeldi ungra barna en þeir sem hafa skemmri starfsreynslu. Í síðarnefnda hópnum eru þó hlutfallslega fleiri með háskólagráðu. Það virðist því fremur vera reynslan en aukin menntun sem veitir þetta sjálfstraust. Þeir sem reyndari eru segjast oftar veita ráðgjöf að eigin frumkvæði og þeir telja að foreldrar leiti oftar til sín eftir ráðgjöf en þeir sem hafa styttri starfsreynslu. Það bendir til þess að foreldrar snúi sér fremur til þeirra sem eru reyndari í starfi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við ályktanir Vander Ven (1988) og Katz (1995) um að leikskólakennarar þurfi að hafa náð traustri faglegri vitund og styrk í starfi áður en þeir geti farið að bregðast af skilningi við þörfum foreldra. Foreldrar leita stöku sinnum til leikskólakennara með persónuleg mál Jónína Sæmundsdóttir og Sólveig Karvelsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.