Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 99

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 99
97 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 að möguleikar til athafna breytast. Dale (2003) segir að fagleg starfshæfni (n. professjonel kompetanse) kennara sé samtvinnuð úr hæfni til athafna og skilningi á fræðasviði kennarastarfsins sem byggist á siðfræði ekki síður en þekkingarfræði. Ábyrgð á námi nemenda sé kjarninn í fagmennsku kennara. Slíkri ábyrgð fylgi kröfur um sjálfstæði í ákvarðanatöku og getu til að rökstyðja eigin gerðir. Í skilgreiningum margra norrænna fræði- manna er hæfni til að beita uppeldisfræðilegri hugsun rauður þráður í starfshæfni kennara (Dale, 2003; Kansanen, 2006; Lauvås og Handal, 2000) og í sumum tilvikum er lögð áhersla á hæfni í „rannsóknarhugsun“ sem tengist umræðunni um kennara sem rann- sakendur í eigin starfi. Þá er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að kennarar geti deilt hugsunum með öðrum og látið þær hafa áhrif á athafnir sínar og samskipti við aðra. Hugtakið fagleg starfshæfni er gjarnan notað til að skilgreina markmið kennaranáms og þróun í fagmennsku kennara er af mörgum skilgreind sem efld hæfni þeirra (d. kompetenceudvikling) til að takast á við starfið – og þá í víðari skilningi hæfnihugtaksins (Dale, 2003; Hjort og Weber, 2004; Krejsler, Laursen og Ravn, 2004; Løvlie, 2003; Moos, 2004). Í rannsóknum mínum á starfshæfni kennara frá sjónarhóli kennaranema hef ég skilgreint starfshæfni kennara sem þekkingu, færni og eiginleika sem kennarar eru færir um að beita í starfi á markvissan og viðurkenndan hátt miðað við aðstæður, félagslegt samhengi og fagleg viðmið (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008a) og þannig tengt skilgreininguna fagmennskuhugtakinu. Samkvæmt nýjum viðmiðum Bologna- ferlisins (Menntamálaráðuneytið, 2007) er markmið kennaranáms að hafa áhrif á starfs- hæfni kennaranema. Kostir hæfnihugtaksins felast einmitt í því að gert er ráð fyrir að hægt sé að hafa áhrif á hæfni nemenda; hugtakið auðveldar markmiðssetningar og möguleika á að bera saman innihald náms í mennta- stofnunum. Notkun hugtaksins er þó langt frá því að vera hafin yfir gagnrýni. Stundum eru skilgreiningar á því mjög breiðar og óljósar (Hjort, 2006). Stundum eru skilgreiningarnar þröngar og frammistaðan í brennidepli, líkast því að fallið sé aftur í gryfjur tæknihyggjunnar og þeirrar einföldunar sem henni fylgir. Frá sjónarhóli félagslegra og menningabundinna kenninga nægir heldur ekki að beina athyglinni að því sem gerist innra með einstaklingum; nám einstaklinga er alltaf hluti af stærri heild. Félagslegar og menningarbundnar kenningar um kennaranám Á undanförnum áratugum hafa félagslegar og menningarbundnar kenningar verið ríkjandi í umfjöllun um kennaramenntun. Sú umfjöllun á rætur að rekja til kenninga Vygotskys. Meðal annars hafa komið fram kenningar sem beinast sérstaklega að námi á starfsvettvangi og tengslum námsins við starfsmenninguna og nýjum leiðum til að tengja saman verknám og bóknám (sjá nánar í Ragnhildur Bjarnadóttir 2005b). Í kenningum um aðstæðutengt nám (e. situated learning) er starfsnám talið felast í úrvinnslu á þekkingu og reynslu þar sem nemandinn þróar með sér nýjar og fjölbreyttari leiðir til að túlka og bregðast við umhverfinu og verður þannig sífellt upplýstari þátttakandi í starfi og starfssamfélagi (Chaiklin og Lave, 1996; Lave og Wenger, 1991). Starfssamfélagið er umgjörð fyrir þróun starfshæfni sem verður smátt og smátt fagmannlegri og flóknari. Litið er á námið sem „lærlingsnám“ (e. apprenticeship); námsmaðurinn er lærlingur sem þróar hæfni sína undir handarjaðri meistara á starfsvettvangi. Stuðningur félaga eða hæfari einstaklinga er talinn forsenda nýrra landvinninga í námi (Vygotsky, 1978) og þess vegna aukinnar hæfni. Samskipti við reyndari einstaklinga, t.d. leiðsögukennara eða samstarfsfólk, og sú ögrun sem felst í félagslegum samskiptum og menningarlegri umgjörð starfsins er talin skipta sköpum í slíku aðstæðubundnu námi (sjá einnig Edwards, Gilroy og Hartley, 2002). Markmið kennaranáms
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.