Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 100

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 100
98 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Hugmyndirnar um lærlingsnám virðast að mörgu leyti eiga vel við kennaranám, einkum um vettvangsnám kennaranema. Líta má á kennaranema sem eins konar lærlinga sem þróast úr byrjendum í hæfa starfsmenn, jafnvel sérfræðinga á sínu sviði, með því að takast á við kennarastarfið og njóta leiðsagnar reyndari kennara (Kennedy, 2000; Lauvås og Handal, 2000) og verða jafnframt fullgildir þátttakendur – og mótandi aðilar – í skólamenningunni (Lave og Wenger, 1991). Reyndar hefur verið bent á að varhugavert sé að túlka þessar hugmyndir of þröngt; ekki sé stefnt að því að nemendur taki gagnrýnislaust upp vinnubrögð fyrirmynda (Edwards, Gilroy og Hartley, 2002; Jordell, 2003). Athafnakenningin hefur orðið mjög vinsæl í rannsóknum á kennaramenntun á undanförnum árum (Edwards, Gilroy og Hartley, 2002; Engeström, 2001; Þuríður Jóhannsdóttir, 2005). Forkólfar athafnakenningarinnar líta svo á að nám einstaklinga og kerfisins sem þeir tilheyra verði ekki aðskilið. Í rannsóknum á starfsnámi þarf því að kanna námssamfélagið sem einstaklingur tilheyrir; skoða þarf hvernig umgjörð námsins þróast og hvað aðrir þátttakendur í ferlinu læra, þar á meðal kennarar eða leiðbeinendur. Einnig beinist athygli athafnakenningarinnar að yfirfærslu þekkingar úr einu samfélagi í annað, t.d. milli háskóla og starfsvettvangs. Fræðimenn sem hafa beitt athafnakenningunni í rannsóknum sínum hafa bent á nauðsyn þess að efla gagnkvæma þróun einstaklingshæfni, sem byggist m.a. á sérfræðiþekkingu, og hæfni samstarfshópa (Engeström, 2001; Wenger, 1998). Anne Edwards og samstarfsmenn hennar í Englandi nota hugtakið „relational agency“ til að rökstyðja þá eiginleika (e. dispositions) sem æskilegt sé að efla með nýjum kennurum og þau leggja áherslu á að hið persónulega og félagslega verði ekki aðskilið. Þau skilgreina slíka eiginleika sem hæfni til að tengja eigin hugsanir og athafnir við hugsanir og athafnir annarra, þegar unnið er með afmörkuð viðfangsefni, og einnig sem getu og vilja til að virða og nýta framlag annarra í samvinnu þar sem stefnt er að þróun viðfangsefnis (Edwards og D’Arcy, 2004); þannig öðlist kennarinn vald á sífellt fjölbreyttari leiðum til að bregðast fagmannlega við í starfinu (Edwards, 2005). Miklu skipti fyrir kennara að geta lifað sig inn í hugarheim nemenda og lært af viðbrögðum þeirra. Þeir þurfi bæði að geta lært af og með öðrum; nemendum og samstarfsaðilum (Edwards, 1998). Verknám og fræðilegt nám verður að haldast í hendur. Nám og reynsla á vettvangi er grundvöllur kennaranáms en fræðileg hugtök eru forsenda þess að hugsun um starfið þróist og breytist og jafnframt grunnur fagmannlegrar umræðu um nám og þroska nemenda og starf kennarans (Edwards, Gilroy og Hartley, 2002). Frá sjónarhóli félagslegra og menningar- bundinna kenninga getur hæfnihugtakið verið of takmarkandi þegar fjallað er um markmið og aðferðir í kennaranámi. Hvorki nægir að beina athyglinni að frammistöðu einstaklinga né að því sem gerist innra með þeim eins og t.d. Korthagen og samstarfsmenn hans gera í skrifum sínum um þróun persónulegra kenninga (Korthagen og Kessels, 1999). Nám einstaklinga er alltaf hluti af stærri heild sem einnig þróast og breytist (Edwards, Gilroy, og Hartley, 2002; Edwards og Protheroe, 2004; Lave og Wenger, 1991; van Huizen, van Oers, og Wubbels, 2005). Þess vegna tengist hæfni einstaklinga alltaf hæfni félagsheildarinnar og menningarlegum straumum. Breyttar skilgreiningar á starfs- hæfni kennara í ljósi breytinga á kennarahlutverkinu Eins og áður segir beindist umræðan um fagmennsku og fagvitund kennara meðal annars að persónulegum þáttum eins og gildismati, sannfæringu og tilfinningum kennara (Hargreaves, 1998; McLean, 1999). Umfjöllun um hæfni kennara hefur á hinn bóginn einkum beinst að því að skilgreina faglega og hagnýta hæfni þeirra (Kansanen, 2006). Í nýlegri grein danskra fræðimanna um fagmennsku kennara er því haldið Ragnhildur Bjarnadóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.