Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Síða 102
100
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
færni, stjórnunarfærni og sjálfsstjórn.
Niðurstöður fræðilegrar greiningar benda til
þess að styðja þurfi kennaranema við að ná
hæfni í að beita eigin þekkingu og viðhorfum
í starfi og í að beita félagslegum náms- og
starfsaðferðum svo að þeir menntist í átökum
sínum við það öryggisleysi sem einkennir
kennarastarf í nútímasamfélagi.
Að lokum: Hvers konar
starfshæfni?
Ljóst er að notkun hæfnihugtaksins hefur
bæði kosti og galla. Gallarnir felast m.a. í
því að tilhneiging er til að tengja hugtakið
frammistöðu og sýnilegum árangri og nota
þar með of þröngar skilgreiningar. Einnig
geta skilgreiningar verið svo breiðar að þær
verði óljósar og þar með ónothæfar. Hættur
eða ókostir við notkun hugtaksins verða ekki
tíundaðir frekar í grein þessari. Kosti þess að
bæta hæfnihugtakinu við fagmennskuhugtakið
í markmiðssetningum í kennaranámi tel ég
þá að hæfni vísar til athafna eða til þess sem
kennarar eiga að geta gert í starfi. Nám merkir
að getan til að takast á við viðfangsefni af
ýmsu tagi, huglæg og verkleg, eflist.
Markmið kennaranáms á Íslandi er að
hafa áhrif á margþætta þekkingu, viðhorf og
hæfni kennaranema (Menntamálaráðuneytið,
2007). Með hæfnihugtakinu er þá vísað til
þess að neminn þarf að geta beitt þekkingu
og viðhorfum í athöfnum án þess að slakað sé
á kröfum um fagmennsku. Samkvæmt þeim
fræðimönnum sem hér hefur verið vitnað til –
og tengja fagmennsku við starfshæfnihugtakið
– felst fagleg starfshæfni kennara annars vegar
í hæfni til athafna og hins vegar í þekkingu og
skilningi á fræðasviði kennarastarfsins sem
byggist á siðfræði ekki síður en þekkingarfræði.
Aukin starfshæfni er talin felast í því að
kennarar eða kennaranemar geti brugðist
æ fagmannlegar við í starfinu (Edwards og
D’Arcy, 2004).
Sjálfur þekkingargrunnurinn þarf að
sjálfsögðu sífellt að vera í endurskoðun, enda
tengist hann óhjákvæmilega menningarlegri
umgjörð skólastarfs sem breytist stöðugt. Einnig
þarf að ræða inntak fagmennskuhugtaksins.
Hvað varðar hugmyndir um það hvernig nám
kennaranema fer fram, þ.e. hvernig starfshæfni
þeirra breytist, tel ég óhjákvæmilegt að taka
mið af félagslegri sýn á námshugtakið. Hvorki
nægir að beina athyglinni að frammistöðu
einstaklinga né að því sem gerist innra með
þeim. Nám einstaklinga tengist alltaf stærri
heild sem einnig þróast og breytist. Beina
þarf athyglinni að samvirkni þessara ferla.
Huga þarf að þeirri ögrun og stuðningi sem
felst í námssamfélögum og faglegri leiðsögn
á vettvangi og jafnframt að því félagslega
samhengi og menningu sem kennarastarf í
nútímasamfélagi tilheyrir.
Sífellt þarf að leita svara við spurningunni:
Hvers konar starfshæfni þurfum við að efla
meðal kennaranema til að þeir ráði sem best
við flókin og síbreytileg viðfangsefni kennara
í nútímasamfélagi? Niðurstöður mínar
og annarra rannsakenda benda til þess að
kennaranemar og kennarar telji sig þurfa að
ná tökum á persónulegri hæfni ekki síður
en faglegri og hagnýtri hæfni sem tengist
kennarastarfinu. Mörgum spurningum um það
með hvaða hætti best sé að stuðla að slíkri
hæfni er ósvarað. Jafnframt er nauðsynlegt að
huga að því hvernig styðja megi kennaranema
í því að hefja sig frá nálægð við eigin
persónu til faglegrar víðsýni, frá öryggisleysi
einstaklingsins yfir í það að geta nýtt sér
stuðning annarra í krefjandi starfi.
Abstract
The aim of teacher education: Competence
and professionalism
The objective of the article is to give insight
into the development and use of the concept
of competence in connection with teacher
education in the last 50-60 years. In addition
to providing a historical overview, the article
sheds light on how the concept of competence
is related to a paradigm which emphasizes
reflection and professionalism, the concept
of learning, and changes in the teacher role in
Ragnhildur Bjarnadóttir