Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 109

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 109
107 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Pistillinn Hvert stefna íslenskir framhaldsskólar? Menntastofnanir eða þjónustustofnanir? Atli Harðarson Fjölbrautaskóla Vesturlands 1. Einstaklingshyggja Síðan ég byrjaði að fylgjast með umræðum um málefni framhaldsskóla fyrir rúmlega tuttugu árum hefur einhvers konar einstaklingshyggja, í bland við fjölhyggju og frjálslyndi, verið nokkuð áberandi í máli þeirra sem tjá sig um skólamál og menntastefnu. Þessi hugsunarháttur birtist í mörgum myndum, til dæmis sem skoðanir í þá veru að skólarnir eigi að þjóna nemendum, mæta þörfum þeirra, bjóða öllum nám við hæfi og leyfa hverjum nemanda að njóta sín á eigin forsendum. Þessu hafa fylgt hugmyndir um að skólar séu þjónustustofnanir og þær hafa blandast saman við umræðu um samkeppni milli framhaldsskóla og líklega átt sinn þátt í að móta leikreglurnar í þeirri keppni. Um þessa einstaklingshyggju má margt gott segja. Hún er náskyld umburðarlyndi og réttmætum kröfum um að öllu fólki sé sýnd virðing og kurteisi og hún hefur átt sinn þátt í margvíslegum framförum í skólum, eins og betri kennslu fyrir fólk sem á erfitt með að læra að lesa og viðurkenningu á því að sömu námsaðferðir og sama námsefni henti ekki öllum. En hugsunarháttur sem hefur góð áhrif á einu sviði getur afvegaleitt menn á öðru og einstaklingshyggjan afvegaleiðir skólamenn ef hún fær þá til að líta á skóla eins og þeir séu þjónustustofnanir og keppikefli þeirra eigi að vera það eitt að láta „viðskiptavinunum“ í té hvaðeina sem þeir óska eftir. Uppeldi, hvort sem það fer fram á heimili eða í skóla, getur ekki snúist um það eitt að svara eftirspurn. Ef ungmenni sækjast eftir einhverri vitleysu hlýtur góður uppalandi að reyna að fá þau til að breyta löngunum sínum og þankagangi. Eigi skólar að vera uppeldisstofnanir geta þeir ekki látið þar við sitja að mæta óskum nemenda. Þeir hljóta líka að reyna að móta gildismat þeirra og áhugamál. Nú kann einhver að hugsa sem svo að þetta eigi einkum við um leik- og grunnskóla en þegar komið sé í framhaldsskóla hljóti að fara lítið fyrir eiginlegu uppeldishlutverki. Þetta held ég að sé mikill misskilningur. Allir skólar frá leikskólum til háskóla hafa uppeldishlutverk. Við háskóla, og kannski einkum þær deildir sem byggja á langri hefð eins og læknadeildir og lagadeildir, fer fram skipuleg félagsmótum samhliða þjálfun og fræðslu. Þegar vel tekst til eru nemendum innprentaðir siðir og viðhorf sem eru forsenda þess að verða góður læknir, góður lögfræðingur eða góður vísindamaður og þeim tamið að bera virðingu fyrir vísindalegum aðferðum og fagmannlegri framkomu. Hliðstæða sögu má segja um iðnfræðslu. Iðnnemar fá ekki bara kennslu í handverki og tækni heldur líka þjálfun í fagmennsku sem hefur pólitískar, siðferðilegar og fagurfræðilegar víddir. Þegar nemendur eru leiddir inn í heim fræðigreinar eða fagstéttar fá þeir ekki einungis „hlutlausa“ fræðslu og þjálfun heldur eru þeir látnir tileinka sér anda greinarinnar og vandir við tilheyrandi þankagang. Sé þetta ekki uppeldi þá veit ég ekki hvað það orð merkir. Ef við viðurkennum að framhaldsskólar hafi uppeldishlutverk hljótum við að minnsta Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 107–113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.