Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 111

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 111
109 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun. (2. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008.) Eins og sjá má af þessum lagagreinum leggur löggjafinn meiri áherslu á siðferðilegt uppeldi í framhaldsskólum nú en hann gerði fyrir rúmum áratug. Í lagatextanum hefur verið bætt við þeim hlutverkum að efla siðferðisvitund nemenda og þjálfa þá í jafnrétti (sem væntanlega merkir að þeir skuli vandir á að koma fram við annað fólk sem jafningja). Af lestri þessara lagagreina fær ef til vill einhver þá hugmynd að löggjafinn geti ákveðið hvaða hlutverk framhaldsskólar hafi. Hann getur það vitaskuld í lögfræðilegum skilningi. Ef Alþingi ákvæði að allir framhaldsskólar skyldu hvetja nemendur til að eignast flotta bíla og ganga í dýrum tískufötum þá bæri þeim vafalaust lagaleg skylda til þess. En þetta hlutverk væri algerlega á skjön við þau sem skólarnir hljóta að þjóna ef þeir eiga á annað borð að vera menntastofnanir en ekki eitthvað allt annað. Skólar eiga að mennta fólk og hvað menntun innifelur ákvarðast að langmestu leyti af mannlegum þörfum og siðferðilegum og menntapólitískum sannindum sem valdhafar geta litlu um breytt, þótt vissulega geti þeir reynt að færa þau í letur. Mér þykir eðlilegt að skipa hlutverkum menntunar á framhaldsskólastigi í fjóra flokka (þótt ég viðurkenni að öll slík flokkun orki tvímælis, flokkarnir skarist og geti engan veginn staðið sjálfstæðir). Einn hlutverkaflokkur varðar einkalíf manns, annar atvinnulífið, sá þriðji þjóðfélagið og hinn fjórði mannkynið og veröldina. Einkalífa. . Þótt uppeldi fyrir einkalífið sé að mestu leyti hlutverk foreldra og e.t.v. leikskóla og fyrri hluta grunnskóla hefur hluti af því sem nemendur læra í framhaldsskóla þann tilgang að gera þá betur færa um að lifa heilbrigðu lífi, ala upp eigin börn og njóta farsældar í einkalífi. Þetta hlýtur til dæmis að gilda að nokkru leyti um íþróttakennslu og líka um almennar bóklegar námsgreinar eins og móðurmál og náttúrufræði. Að læra að njóta þess að lesa bókmenntir eða skoða náttúruna hefur að minnsta kosti að hluta til þann tilgang að gera mönnum kleift að eiga uppbyggilegar og ánægjulegar tómstundir og hafa góð áhrif á sína nánustu, þar á meðal börn sem þeir munu annast. Atvinnulífb. . Starfsnám og undirbúningur fyrir starfsnám á háskólastigi er vita- skuld stór hluti af öllu starfi framhaldsskóla. Þetta á ekki aðeins við um námsgreinar sem eru augljóslega tengdar tilteknum störfum, heldur að nokkru leyti líka um almennar greinar eins og til dæmis stærðfræði og tungumál sem menn læra meðal annars til þess að geta síðar stundað háskólanám sem býr þá undir tiltekin störf. Þjóðfélagiðc. . Skólar búa nemendur með ýmsum hætti undir þátttöku í stjórnmálum, félagslífi og samvinnu Pistillinn: Hvert stefna íslenskir framhaldsskólar?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.