Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 16

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 16
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál Um hæfi nefhdarmana skv. 11. og 12. gr. gilda ákvæði II. kafla stjómsýslulaga nr. 37/1993, svo og almenn ákvæði stjómsýslulaga um málsmeðferð fynr úrskurðamefhd skv. 11. gr. og áffýjunamefnd skv. 12. gr. að því marki sem starfsreglur, er settar verða skv. 60. gr., mæla eigi fyrir á annan veg. Kenningarnefnd. 13. gr. Kirkjuþing kýs kenningamefhd til fjögurra ára. Hlutverk hennar er að fjalla um kenningarleg málefhi, þ. á m. skýrslur úr samkirkjulegu starfi, og fella úrskurði í kenningarlegum atriðum ef þörf krefur. í kenningamefnd sitja fimm fulltrúar. Biskup Islands eða vígslubiskup sá er hann kveður til er formaður nefndarinnar, einn skal tilnefhdur af guðffæðideild Háskóla íslands, tveir prestar skuli tilnefhdir af prestastefhu og einn leikmaður af kirkjuþingi. Setja skal nánari reglur um kenningamefhd í starfsreglur sbr. 60. gr. Um staðgengil biskups Islands. 14. gr. í forfollum biskups íslands kveður hann þann vígslubiskup. sem eldri er að biskupsvígslu, til þess að gegna embætti sínu um stundarsakir. Hið sama gildir sé biskup íslands vanhæfur til meðferðar einstaks máls, sem undir hann ber að lögum. Nú fellur biskup íslands ffá eða lætur af embætti og skal þá sá vígslubiskup, sem eldri er að biskupsvígslu, gegna embætti hans þar til biskupskjör hefur farið ffam og nýr biskup íslands hefur fengið skipun í embætti sitt. 3. Vígslubiskupar. Almennt. 15. gr. Vígslubiskupar skulu vera tveir með aðsetur á hinum fomu biskupsstólum. í Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal. Þeir hafi tilsjón með kristnihaldi í umdæmum sínum og séu biskupi til aðstoðar um kirkjuleg málefhi og annist þau biskupsverk er biskup íslands felur þeim. Nánari ákvæði um starfssvið vígslubiskupa skal setja í starfsreglur, sbr. 60. gr. Forseti íslands skipar vígslubiskupa. Kosning vígslubiskupa. 16. gr. Um kosningu og kjörgengi vígslubiskupa gilda sömu reglur og um biskupskjör eftir því sem við getur átt, sbr. 7. og 8. gr. Kirkjuþing setur nánari reglur um kosningu vígslubiskups í hvom vígslubiskupsumdæmi fyrir sig. Vígslubiskupsumdœmi o.fl. 17. gr. Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir Múla-, Austfjarða-, Skaffafells-, Rangárvalla-, Ámess-, Kjalamess- , Reykjavíkur-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dala-, Barðastrandar- og ísafjarðarprófastsdæmi. Umdæmi vígslubiskups á Hólum nær yfir Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjarfjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. 10

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.