Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 53
1997
AUKA-KIRKJUÞING
1. mál
Vígslubiskupsumdœmi o.fl.
17. gr.
Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir Múla-, Austfjarða-, Skaftafells-,
Rangárvalla-, Ámess-, Kjalamess- , Reykjavíkur-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og
Dala-, Barðastrandar- og Ísaíjarðarprófastsdæmi.
Umdæmi vígslubiskups á Hólum nær yfir Húnavatns-, Skagafjarðar-,
Eyjarfjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
Kirkjuþing getur ákveðið aðra skipan vígslubiskupsumdæma. Öðlast hin nýja
skipan þá fyrst gildi er tvö kirkjuþing hafa samþvkkt slíka tillögu óbreytta.
Biskupafundur
18. gr.
Biskup íslands skal kalla vígslubiskupa til fundar svo oft sem þurfa þykir og
nánar skal kveðið á um í starfsreglum sbr. 60. gr. Biskupafundur skal m.a. búa þau
mál er varða kenninguna, helgisiði og helgihald í hendur prestastefnu og gera tillögur
um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma til kirkjuþings sbr. 49. gr.
4. Kirkjuþing.
Almennt.
19. gr.
Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra
marka.
Málefni er varða kenningu kirkjunnar og agavald, heyra þó undir biskup
íslands, sbr. 10., 11., 18. og 27. gr.
Samþykktir um kenningarleg málefni. guðsþjónustuhald, helgisiði, skím,
fermingu og altarissakramenti verða að sæta umfjöllun prestastefnu áður en þær hljóta
endanlega afgreiðslu á kirkjuþingi.
Kirkjuþing kýs stjóm prestssetrasjóðs.
Skipan kirkjuþings
20. gr.
Á kirkjuþingi á sæti 21 fulltrúi kjörinn til 4 ára í senn. Em 9 þeirra prestar og
12 leikmenn úr hópi sóknamefndafólks.
Kjördæmi kirkjuþings em:
1. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
2. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
3. Kjalamessprófastsdæmi.
4. Borgarfjarðar, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.
5. Barðastrandar- og ísafjarðarprófastsdæmi.
6. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
7. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
8. Múla- og Austfjarðarprófastsdæmi.
9. Skaftafells-, Rangárvalla- og Ámesprófastsdæmi.
í hveiju kjördæmi er kjörinn einn prestur og einn leikmaður nema í 1., 2. og
3. kjördæmi, þar sem kjömir skulu tveir leikmenn úr hverju kjördæmi.
Rétt til setu á kirkjuþingi eiga biskup Islands og vígslubiskupar,
kirkjuráðsmenn, kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans og fulltrúi guðfræðideildar
Háskóla íslands. Hafa þeir allir málfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir ekki.
47