Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 58

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 58
1997 AUKA-KIRK JUÞIN G 1. mál Sérþjónustuprestar. Almennt. 43. gr. Þar sem almennri prestsþjónustu verður ekki við komið, svo sem á sjúkrastofnunum, við fangelsi og meðal heymarlausra, skal kalla til presta sem að jafnaði hafa sérmenntun til starfans. Biskupi íslands er heimilt að samþykkja að ráðnir séu prestar á vegum stofnana og félagasamtaka. Teljast þeir prestar vera þjónandi prestar þjóðkirkjunnar, sbr. 32. gr. Biskup íslands setur sérþjónustuprestum skipunarbréf til viðbótar vígslubréfi. Prestar er starfa erlendis. 44. gr. Biskupi íslands er heimilt að samþykkja að prestar séu ráðnir til starfa meðal íslendinga erlendis. Nánari ákvæði. 45. gr. Nánari ákvæði um sérþjónustupresta skal setja í almennar starfsreglur, sbr. 60. gr- 9. Djáknar. 46. gr. Þjónandi djákni þjóðkirkjunnar er hver sá sem á grundvelli köllunar og vígslu gegnir fastri djáknaþjónustu í þjóðkirkjunni. Djáknar eru ráðnir af sóknamefhd í samráði við sóknarprest tii þess að gegna sérstaklega tilgreindum störfum á sviði líknar- og fræðslumála innan safhaðar. Heimilt er í samráði við viðkomandi sóknamefnd og sóknarprest og/eða sjúkrahússprest að ráða djákna til starfa á sjúkrastofhun. Til að hljóta ráðningu og vígslu sem djákni þarf hlutaðeigandi að hafa lokið viðeigandi prófi ffá guðfræðideild Háskóla íslands og hlotið tilskilda starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar. Hafi umsækjandi um djáknastarf lokið prófi frá erlendum djáknaskóla skal biskup íslands leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla Islands. Um þjónustu djákna fer nánar eftir ákvæðum í starfsreglum, sbr. 60. gr. 10. Sóknir og prestaköll. Almennt. 47. gr. Sóknin er grunneining þjóðkirkjunnar og starfsvettvangur hennar á hverjum stað. Ein eða fleiri sóknir mynda prestakall. 48. gr. Kirkjusókn er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar sem býr innan sóknarmarka. Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining en tengist öðrum sóknum innan sama prestakalls, ef um það er að ræða, með samstarfi sbr. 57. gr. eða á annan hátt sem héraðsfundur kann að mæla fyrir um eða einstakar sóknamefhdir 52

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.