Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 65

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 65
1997 AUKA-KIRKJUÞING 2. mál 4. gr. Aðilar líta á samkomulag þetta um eignaafhendingu og skuldbindingu sem fullnaðar uppgjör þeirra vegna þeirra verðmæta sem ríkissjóður tók við árið 1907. Aðilar geta óskað eftir endurskoðun á 3. gr. samkomulagsins að liðnum 15 árum frá undirritun þess. 5. gr. Samkomulag þetta er gert með fyrirvara um samþykki ríkisstjómar og Kirkjuþings, svo og samþykki Alþingis á frumvarpi til laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar. Til skýringar vilja fundarmenn taka fram að með kirkjujörðum er í samkomulagi þessu átt við jarðeignir sem kirkjur hafa átt og eigi hafa verið seldar frá þeim með lögmætri heimild eða gengið undan þeim með öðmm sambærilegum hætti, og hafa verið í umsjón ríkisins frá árinu 1907, sbr. lög nr. 46/1907 um laun sóknarpresta og lög nr. 50/1907 um sölu kirkjujarða og Álitsgerð kirkjueignanefndar 1984. Með orðalaginu “og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja” er m.a. átt við kirknaítök, réttindi á afréttum o.fl. sem fylgir og fylgja ber umræddum jörðum í hverju tilviki. Undir þetta samkomulag falla ekki eftirtaldar jarðeignir: a) Klausturjarðir: Fram kemur í álitsgerð kirkjueignanefndar frá 1984 að ekki verði séð að íslenska kirkjan eigi nú neina lagalega kröfu til klausturjarðanna. Engar jarðir í umsjá ríkisins falla nú undir hugtakið klausturjarðir. b) Stólsjarðir: Umræddar jarðir vom seldar kringum aldamótin 1800. Engar jarðir í umsjá ríkisins falla nú undir hugtakið stólsjarðir. c) Prestsetur: Eins og tekið er fram í samkomulaginu þá falla prestssetrin og það sem þeim fylgir ekki undir þetta samkomulag. Prestssetrasjóður hefur á höndum umsjón og umsýslu umræddra jarða, sbr. lög nr. 137/1993 um prestssetur. Viðræðunefnd kirkjunnar óskar eftir því að viðræðunefndimar fjalli síðar um eignarréttarstöðu prestsetranna. d) Kristfjárjarðir og fátækrajarðir: Eignarréttarstöðu jarða sem falla undir þessa skilgreiningu er ekki á einn veg háttað. Þær eignir sem em í eigu eða umsjá sveitarfélaga falla ekki undir þetta samkomulag. Aðrar kirkjujarðir sem em með kristfjárkvöðum eða fátækrakvöðum falla undir samkomulagið, en með þeim 59

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.